Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 103
SKÍRNIR
HVAÐ MERKIR ÞJÓÐTRÚ?
97
getur orðið til saga um Yglu óvætti í Yglutjörn, og hún er, eins og
fyrr var minnst á, langtum áhrifameiri til að vara börn við hættu
heldur en raunvísindaleg skýring.
Nykurtjarnir, klettar og aðrir álagablettir eru einatt staðir þar
sem börn gætu hæglega farið sér að voða, til dæmis við klifur. Oft
virðist hér einnig um eðlilega náttúruvernd að ræða svo sem var-
úð gegn ofveiði í silungapolli eða fuglabjargi eins og sagan um
Skötutjörn á Þingvöllum sýnir. Upprunaleg orsök venju hefur oft
úrelst og gleymst en menn halda henni samt við og búa stundum
til nýja skýringu.30
Oft hafa slíkar sögur samt orðið til af skáldhneigð einni saman
eða annarri óskáldlegri þörf. Eg átti það sjálfur til sem unglingur,
þegar annað fólk var í heyskap og ég látinn hafa ofan af fyrir
yngri krökkum, að búa til sögur um huldufólk í hólum og klett-
um í nágrenninu. Þetta auðveldaði vissulega barnapössunina, en
áratugum seinna hef ég orðið var við að sama fólk hefur á full-
orðinsaldri haft þessar sögur eftir við sín eigin börn og barnabörn
eins og þær væru „þjóðtrúarsögur".
Líkt er að segja um gamansemi, smáskreytni og stílfærslu
sögumanna. Varast ber að vanmeta skopskyn þeirra og tvíræðni
en víða úir og grúir af dæmum um slíkt í þjóðsögum og fornsög-
um. Sumir fróðleiksmenn hafa hinsvegar átt erfitt með að greina
milli gaspurs og veruleika. Alþekkt dæmi er hin lífseiga frásögn
um hlaup bónda á brókinni kringum bæinn á fyrsta morgni þorra
sem hvergi finnst staðfest. Annað dæmi er bannið við kjötáti á
langaföstu sem átti að hafa gengið svo langt að „enginn mátti
nefna ket alla föstuna langa“. Þetta hafa fræðarar í skólum og út-
varpi heyrst tíunda sem fúlustu alvöru.31
Um misskilda gamansemi í fornsögu mætti nefna hálærðar
vangaveltur um augljóst glens karlanna Yngvars og Skallagríms
við Egil litla, heimsókn hans til afa síns og meinta ofdrykkju 3ja
ára, svo og vísurnar um kuðungana og andareggið sem góðglaðir
karlarnir hafa sýnilega ort fyrir munn Egils. Annað mál er að
30 Sbr. Árni Björnsson. íslenskt vœttatal, 11, 73, 162.
31 íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II, 550-51, 562, 565, 574. - Árni Björnsson.
Saga daganna. Rv. 1993, 444, 527-28.