Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 195
GREINAR UM BÆKUR
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Samráð, virðing, velferð
Vilhjálmur Árnason
Sidfrœði lífs og dauða
Rannsóknarstofnun í siðfræði 1993
I
Á allra síðustu árum hafa ný siðferðileg vandamál sprottið upp eins og
gorkúlur. Því valda meðal annars ýmsar nýjungar á sviði tækni og vís-
inda sem opnað hafa áður óþekkta möguleika, svo sem til sköpunar og
viðhalds lífs, en jafnframt léð okkur fjölda úrlausnarefna er áður til-
heyrðu einungis vísindaskáldskap. Heilbrigðisstéttirnar, sem þessi nýju
úrlausnarefni hrína ekki hvað síst á, hafa brugðist við þeim með ýmsu
móti, til dæmis með því að auka þátt siðfræðikennslu í menntun og end-
urmenntun heilbrigðisstarfsfólks.1 2 Þannig hefur orðið til ný og kraftmik-
il undirgrein heimspekilegrar siðfræði sem á erlendum málum er þekkt
undir nafninu „lífssiðfræði" („bioethics") en er hér á landi alla jafna
kennd við siðfræði heilbrigðisþjónustu. Fræðigrein þessi „leitast við að
greina starf heilbrigðisstétta í Ijósi siðalögmála og hugmynda um tilgang
og skyldur starfsins“, í því augnamiði að „auðvelda starfsfólki að greina
siðferðileg úrlausnarefni [...] og leiða pau farsœllega til lykta“ (44). Það
var vel til fundið hjá Rannsóknarstofnun í siðfræði við Háskóla íslands
að standa að útgáfu fræðslurits um þetta efni.
„Fræðslurit“ er ef til vill of viðurhlutalítið orð um verk dr. Vilhjálms
Árnasonar, dósents við Háskóla íslands, Siðfrœði lífs og dauða.1 Hér er
um að ræða 325 blaðsíðna bók sem hlýtur að teljast meðal voldugri og
metnaðarfyllri fræðirita sem gefin hafa verið út á íslandi á síðustu árum
og var þegar á útgáfuári verðskuldaður sómi sýndur, meðal annars með
tilnefningu til Islensku bókmenntaverðlaunanna. Raunar vil ég taka svo
djúpt í árinni að fullyrða að þau verk heimspekilegs eðlis (í víðustu
merkingu) sem gefin hafa verið út hér á landi frá upphafi og komast í
1 Siðfræðinám er þó enn vanræktur þáttur í námi lækna hér á landi eins og Vil-
hjálmur bendir réttilega á í bók sinni (28). Svigatölur í meginmáli hér á eftir
vísa til blaðsíðna í bók Vilhjálms. Allar skáletranir innan gæsalappa eru frá
honum komnar.
2 Ég skrifaði stuttan ritdóm um bók Vilhjálms í Tímann, 18. desember (1993),
og hafa nokkrar efnisgreinar úr þeirri skemmri skírn ratað inn í upphafshluta
þessarar ritgerðar. Ég þakka heimspekingunum Atla Harðarsyni og Róbert H.
Haraldssyni, sem og Haraldi Bessasyni fyrrverandi rektor, yfirlestur og góð
ráð við samningu hennar.
Skírnir, 170. ár (vor 1996)