Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 196

Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 196
190 KRISTJÁN KRISTJÁNSSON SKÍRNIR hálfkvisti við bók Vilhjálms að breidd og dýpt séu teljandi á fingrum annarrar handar. Sérstaða hennar liggur einkum í því að vera samfellt kennslurit sem fylgir rauðum þræði frá upphafi til enda en ekki safn meira og minna ósamstæðra ritgerða, eins og við kollegar Vilhjálms höf- um flestir verið að senda frá okkur. Höfundurinn býr hér að því að hafa haslað sér völl á sviði sem aðrir íslenskir fræðimenn hafa eingöngu sinnt sem aukagetu; og raunar skapað sér þar slíkt hlutgengi að vart þykir ráð- um ráðið, þegar siðferðileg úrlausnarefni í heilbrigðisþjónustu ber á góma, nema álits hans sé leitað. Margir munu kannast við gamla skrýtlu um að í tveimur háskóla- greinum, hagfræði og heimspeki, séu lögð fyrir nákvæmlega sömu prófin ár frá ári. Munurinn sé eingöngu sá að í hagfræðinni breytist „réttu svör- in“ frá ári til árs en að í heimspekinni séu þau ávallt hin sömu. Það er eitt einkenni hinnar nýju siðfræði heilbrigðisstétta að þessi skrýtla á ekki við hana. Mörg vandamálin sem þar er glímt við eru það ný, og í svo stöðugri þróun, að úrlausnir dagsins í dag eru orðnar úreltar á morgun. Líftími bóka í þessum fræðum er því yfirleitt ekki langur; þær sem voru gefnar út í Bretlandi og Bandaríkjunum á 8. og 9. áratugnum eru þegar orðnar ansi velktar. Slík staðreynd breytir þó engu um gildi þess verks sem hér hefur komið fyrir sjónir lesenda enda veitir það mjög greinar- gott yfirlit yfir ýmis helstu álitamál heilbrigðissiðfræðinnar eins og þau horfa við mönnum um þessar mundir: Ógnar tæknin mannúðlegri heil- brigðisþjónustu? Hvenær á að segja sjúklingum allan sannleikann? Hvað er átt við með upplýstu samþykki sjúklings? Eru fóstureyðingar og líkn- ardráp siðferðilega réttlætanleg? Hver er réttlát forgangsröðun í heil- brigðisþjónustu? - og svo mætti lengi telja. Ekki skorpnar yfir þessar spurningar í bráð, né heldur svörin við þeim; enda hefur höfundur valið þann skynsamlega kost að eyða meira púðri á slík sístæð álitamál en hin sem taka stakkaskiptum nánast dag frá degi. Umræða hans um tækni- frjóvganir svokallaðar er til dæmis fremur stuttaraleg og stenst, eðli sínu samkvæmt, naumast lerlgi tímans tönn, sé hún ekki þegar orðin úrelt. Til að gera langa sögu stutta leyfi ég mér að slá því fram hér í upphafi að höfuðkostir Siðfræði lífs og dauða séu þrír. Hinn fyrsti er sá sem áður var nefndur, að umfang verksins er slíkt að það ljær hverjum sæmilega upplýstum lesanda glögga mynd af stöðu rökræðna í fræðum þessum. Umfjöllunin er aukinheldur skýr og efnistök öguð. Fastatök þessi eru ekki því að þakka að byrðin sem höfundur axlar sé létt; maður saknar fárra sjónarmiða eða umræðuefna (nema þá helst umfjöllunar um sið- fræði kynlífs og barneigna). Annar kosturinn er sá að Vilhjálmur lætur flest viðhorf njóta sannmælis: Hann hafnar engum fyrirfram án þess að hafa kannað rök þeirra og réttmæti, né gerir hann minni kröfur um rök- stuðning til sjálfs sín en annarra. Rétt er að taka þetta sérstaklega fram vegna þess að of margir kennslubókasmiðir í heimspeki falla í þá gryfju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.