Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 28
22
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
mismun, skópu nútímaþjóðina á meðvitaðan hátt“, heldur
Lavisse áfram. Það var einungis þá, þegar forréttindi stétta og
héraða voru úr sögunni, sem „Frakkland varð raunverulegt
föðurland".43
I fyrstu virtust viðbrögð Bretóna við myndun fransks
þjóðríkis lítið vinsamlegri en svar Islendinga við tilboðum Dana
um þátttöku í danskri lýðræðisþróun. Þannig braust út blóðug
uppreisn á Bretagneskaga árið 1793, þar sem óskipuleg bænda-
hreyfing réðist af hörku gegn erindrekum lýðveldisstjórnarinnar í
París. Franski sagnfræðingurinn Roger Dupuy hefur túlkað
uppreisn bændanna (les chouans, eins og þeir voru nefndir af
andstæðingum sínum) sem baráttu á milli tveggja sjónarmiða um
uppbyggingu ríkisvalds. I annan stað var „konungsríki sem var
samsafn hálfsjálfstæðra héraða, sem gáfu stjórninni aðeins það
sem þeim þóknaðist“, en í hinn var „þjóðríkið, eitt og ódeilan-
legt, sem þoldi ekki neina andstöðu við það sem töldust almennir
hagsmunir“.44 Uppreisnarmenn fóru ekki í sjálfu sér fram á
endurreisn gamla samfélagsins, enda höfðu þeir stutt ötullega
afnám ýmissa forréttinda aðalsins á fyrstu dögum byltingarinnar.
Þeim var hins vegar mjög í nöp við afskipti miðstjórnar af innri
málefnum héraðsins, auknar byrðar vegna stríðsreksturs stjórnar-
innar, auk þess sem stefna byltingarmanna í trúmálum vakti litla
lukku í vesturhluta Frakklands.45
Andstaða gagnbyltingarmanna á Bretagneskaga var brotin á
bak aftur af hörku á síðustu árum átjándu aldar og lýðveldinu
tókst að reka reglur þjóðríkisins öfugar ofan í trega bændur.
Lengi lifði þó í glæðum óánægju á þessu svæði og hafa rann-
sóknir sýnt að mjög náið samband er á milli pólitísks mynsturs
og kosningaúrslita á nítjándu og tuttugustu öld í Vestur-Frakk-
landi og landfræðilegrar dreifingar gagnbyltingarinnar á síðari
43 Ernest Lavisse, ritstj., Histoire de France contemporaine depuis la Révolution
jusqu'a lapaix de 1919 9. bd., (París: Hachette, 1922), bls. 511 og Histoire de
France. Cours moyen (Boston: D.C. Heath, 1922), bls. iii og 227-28.
44 Roger Dupuy, De la Révolution d la chouannerie. Paysans en Bretagne 1788-
1794 (Paris: Flammarion, 1988), bls. 304.
45 Franfois Furet, „Chouannerie,“ í F. Furet og M. Ozouf, ritstj., Dictionnaire
critique de la Révolution frangaise. Evénements, bls. 49-61.