Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 6
4
MÚLAÞING
Möðrudalur
Möðrudalur á Efra-Fjalli er nefndur í Hrafnkötlu. Þar gisti Sámur Bjarnason á
leið til Alþingis.
Möðrudalur er hæsti bær yfir sjó hér á landi, nálægt 450 m skv. korti, og einn
hinn landmesti, enda þótt stór flykki hafi af jörðinni gengið um aldir. Sjálf há-
sléttan takmarkast af Jökulsá á Fjöllum, Víðidalsfjöllum og Vestari-Möðrudals-
fjallgarði. Land er víðast þurrt, sendið og víða nokkuð blásið og bert, en annars
staðar gróið og kostamikið. Þar er snjólétt og þurrviðri tíðum.
Stórbýlt var í Möðrudal fyrrum og afbýli nokkur. Þar var kirkja og sátu þar
prestar til 1716, frægastir Narfi Guðmundsson á 17. öld, lærður maður og marg-
vís, jafnvel talinn fjölkunnugur, en síðastur Bjarni Jónsson á 17. og 18. öld. Kona
hans var sögð Möðrudals-Manga sem þjóðsögur hafa gert að þvílíkri afturgöngu
að jörðin fór í eyði eftir að prestur dó. (Annars hétu konur hans Ingibjörg og
Ragnhildur.) Jörðin var að vísu í eyði eftir andlát séra Bjarna 1716 í um 20 ár, en
þá komu þangað stórbændur, svo sem Jón ríki Jónsson á 18. öld og Sigurður
Jónsson á 19. öld, svo og Jón Stefánsson á þessari öld.
Timburhús frá 1870 og
baðstofa áföst. Mynd:
Paul Hermann þýskur
1907. Húsið brann 1942.
Sögur leika um Möðrudal - fleiri en um Möngu. Gestur kom þar eftir svarta-
dauða eða pláguna síðari. Voru þá allir dauðir nema presturinn sem undi sér í
hópi afturgenginna heimamanna hvert kvöld. "Hann svipti þeim" sem kvenkyns
voru "upp í / við sængurstokkinn / og lék úr sér lífið / og leið inn í flokkinn,"
kvað Stefán frá Hvítadal, en af þessari sögn er talið að Vikivaki Gunnars Gunn-
arssonar hafi sprottið.
í annað sinn eyddist bærinn af ágangi bjarndýra, hermir saga.
í þriðja sinn hjálpaði Möðrudalssmali huldukonu á bamsnauð.