Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 8
JÓN ÚLFARSSON, ÁRMANN HALLDÓRSSON
Slagur við haustkálf
Jón á Eyri við Fáskrúðsfjörð er fæddur á Vattarnesi 8. nóvember 1920,
sonur hjónanna Úlfars Kjartanssonar og Maríu Halldórsdóttur. Þau
bjuggu á Vattamesi 1916-1939 er María lést og Úlfar áfram til 1953.
Þau eignuðust 10 böm, og er Jón næstelstur. A Vattamesi var sumarver-
stöð á árabáta- og trillutíma, ekki ljóst síðan hvenær, en þegar Jón var
bam voru þar sex heimili. Úlfar var einn fimm bænda er lifðu mest-
megnis á fiskveiðum, hafði þó kú og um 20 kindur, en aðalbóndinn var
Þórarinn Víkingur úr Þingeyjarsýslu. Þeir Vattarnesmenn áttu hús sem
þeir leigðu vermönnum sumarlangt, m.a. Færeyingum sem komu í maí
og reru fram í september snemma. Islensku vermennimir voru flestir frá
Búðum, Eskifirði og af Reyðarfjarðarbyggð.
Á Vattamesi voru í æsku Jóns oft um 20 róðrarbátar og síðar trillur.
Fiskurinn var lengi vel verkaður í salt og sóttu hann fiskkaupmenn af
Eskifirði og frá Búðum, komu með salt og fluttu fiskinn til baka. Síðar
keyptu Færeyingar fiskinn nýjan með haus og fluttu til Bretlands með
skútum. Þá var hann oft seldur beint í skútumar, en umboðsmenn
greiddu, m.a. Eiríkur Bjamason á Eskifirði.
Kreppuna bar upp á unglingsár Jóns. Þá var efnahagur mjög þröngur
og enginn kostur að afla sér mennta. Þó var farskóli á Vattarnesi tvo
mánuði á vetri. Þegar Jón var 15 ára bauðst kennarinn, Bjami Jónsson
frá Grófargerði, til að veita unglingum tilsögn í reikningi aðallega, en
eitthvað líka í íslensku og dönsku.
Þessi kennsla vakti löngun hjá Jóni til að fara í skóla, en allar leiðir
voru þó lokaðar fram til stríðs. Sumarið 1940 greiddist aftur á móti úr.
Þá var hann orðinn 19 ára, hafði tekjur sem nægðu fyrir hálfum kostnaði
vetrarlangt í heimavistarskóla og sótti um skólavist á Laugum í Reykja-
dal. Hann valdi þann skóla vegna áhrifa frá Þórami Víkingi, og á Laug-
um var líka sundlaug, en ókomin á Eiðum. Einnig fór mjög gott orð af
skólastjóranum á Laugum, Leifi Ásgeirssyni, strákar úr Laugaskóla létu
mjög vel af honum, kennurum og skólalífi öllu.