Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 10
8
MÚLAÞING
En nú gekk í illviðri með austanstormi og mígandi rigningu á Reyðar-
firði, snjóaði í fjöll. Bílferðinni var frestað og síðan hætt við hana, því
að ófært var orðið norður yfir Fjöllin.
Þá fór eg á stúfana, hitti Þorstein kaupfélagsstjóra, sem í byrjun harð-
neitaði um bíl, kvað kolófært. En eg var þrjóskur og sargaði í honum
þangað til hann lofaði að lána okkur bíl morguninn eftir eins langt og
hann kæmist. Síðan áformuðum við að halda áfram gangandi.
Lagt var af stað 9. október að morgni frá Reyðarfirði. Þó ekki allir.
Yngri strákur Þórarins var táplítill að mér fannst, og eg hvatti hann til
að fresta ferðinni. Hann fór labbandi heim, en kom síðan norður með
skipi. Við vorum því sex sem ákváðum að fara landveginn. Bílstjórinn
var Jónas Jónsson frá Bessastöðum í Fljótsdal afar geðfelldur maður.
Autt var á Fagradal en snjór í hlíðum. Eg var vel sperrtur í bílnum eft-
ir að hafa komið leiðangrinum af stað.
A Egilsstöðum var stansað til að taka fleira fólk. Þar bættust við Jón
Einarsson á Keldhólum, síðar í Neskaupstað, á leið til Akureyrar, Þór-
hallur Guttormsson á leið í Laugaskóla og Sverrir hét sá þriðji, sonur
Valtýs læknis á Hjaltastað, á leið til Akureyrar. Einnig bættist við kona
úr Mývatnssveit á heimleið frá Hallormsstað.
Nú var haldið áfram á auðri jörð upp á Jökuldal. Þar bættist við Stefán
Jónsson frá Torfastöðurp í Hlíð.
Við mættum fjárhóp, fyrir neðan Hofteig, og var þar Benedikt Gísla-
son með sláturfé. Bílstjórinn sagði okkur að þama væri á ferð fjárflesti
bóndi á landinu, höfðingi mikill og okkur væri óhætt að reiða okkur á
það sem hann segði urh færðina norður. Nú kom þessi maður í dymar
hægra megin á bílnum og Jónas bílstjóri spyr hann hvemig færðin muni
vera á Fjöllunum. “Blessaður góði,” sagði Benedikt bóndi, “það er
bráðófært norður.”
Þá kipptist eg við og út úr mér hrökk hátt og snjallt: “Segið þið þessu
karlhelvíti að halda kjafti og rekið hann út.” Hann hvarf við þetta ó-
vænta og óhæversklega tiltal frá dyrunum og svo var haldið áfram.
Á Skjöldólfsstöðum borðuðum við staðgóða og mikla máltíð hjá Sig-
fúsi Eiríkssyni. Þar var okkur sagt að einn bær væri á leið okkar yfir
Jökuldalsheiði. Það var Sænautasel við suðurendann á samnefndu vatni
í Heiðinni. Jafnframt var okkur sagt að það væri engan veginn víst að
bóndinn þar tæki vel á móti okkur. Það giska eg á að sagt hafi verið til
að halda aftur af okkur, en eins var þeim á Skjöldólfsstöðum náttúrlega
kunnugt um þröng húsakynni í Sænautaseli.
Síðan var lagt í hann kl. eitt. Bíllinn komst inn yfir Gilsána og upp í