Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 11
MÚLAÞING
9
brekkur Múlans. Þar staðfestust orð Benedikts í Hofteigi. Björg í Ártúni
hafði tekið okkur vara fyrir að fara að moka fyrir bílnum. Það yrði ekki
til annars en að þreyta okkur.
Þá hófst gangan - um tvöleytið. Snjórinn var nokkuð jafnfallinn í
kálfa og stundum í hné, ekki hafði rifið. Ekki sást til vegarins, enda var
hann aðeins ruddar götur víðast og fremur lægri en hærri en umhverfið.
Enginn okkar hafði skíði. Nú varð að standa við stóru orðin og eg lall-
aði af stað. Allir höfðu eitthvað að bera, mismikið og ferðin sóttist
sæmilega þótt ekkert væri við að miða, hvorki vörður né veg, ekkert
nema þennan bæ sem eg vissi ekkert um hvar var. Við gengum fram hjá
Ármótaseli austast í Heiðinni, sáum þar fólk úti við en gáfum okkur
ekki á tal við það. Þar uppi var mugguveður án snjókomu sem hét, og
menn sáu ekki langt frá sér, líklega frostlaust - og áfram þrömmuðum
við í sporaslóð, eg á undan út í ljósa mugguna, síðan hin níu, Mývatns-
konan seinust.
Eg tók að mér fararstjórnina með frekju, og ekki síst með samtalið við
Benedikt í huga - og ennfremur einhvers konar ratvísi, sem eg reyndi
oft síðar á sjó, líka í huga. Eg hef einhvers konar kompás í hausnum til
að vísa mér leið, jafnvel um ókunnar slóðir að óþekktu marki, hér að
bænum Sænautaseli í þessari alhvítu og kennileitalausu Heiði sem eg
þekkti ekkert til, lítt vaninn sjóhundur neðan úr fjörðum. Eg hugsaði
ekki neitt, var fullkomlega öruggur, kvíða- og óttalaus. Markmiðið ó-
þekkt Sænautasel - og það var alltaf beint fram undan.
Klukkan sjö, ekki farið að dimma 9. október, og reyndar var skyggni
orðið langleitara - þá eygðum við bæinn, litla hvíta þúst með dökkum
blettum skammt innan við enda á bláleitu, auðu vatni - löngu vatni með-
fram hlíð. Nú stönsuðum við smástund og réðum ráðum okkar. Hér yrð-
um við að gista hvað sem tautaði og raulaði. Það varð úr að eg valdi
Sigurð Eiríksson, leist karlmannlegast á hann, með mér, og við fórum á
undan hópnum heim að bænum. Bóndi stóð á hlaði þegar við komum.
Ekki var hann að sjá okkur mótsnúinn, alúðlegur á svipinn (andskotans
lygin úr þeim á Skjöldólfsstöðum). Hann reyndist mesta ljúfmenni og
vildi allt fyrir okkur gera. Þetta gladdi okkur mjög, orðin sem um hann
féllu á Skjöldólfsstöðum markleysa ein.
Þetta var lítill bær hvítur í hvítum heimi, nema dymar sem við geng-
um nú inn um. Þar var bæjardyrahús lítið með dyrum að eldhúsi til
hægri. Þar inni var eldavél í homi og í öðru homi stigi upp á loft. Þetta
var þiljað eldhús með timburgólfi. Allt mjög þrifalegt, 2 gluggar á timb-
urhlið, má eg segja, og borð undir glugga. Þetta var eina herbergið niðri.