Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 17
MÚLAÞING
15
uðum 1989. En lauslega er vikið að efni hennar í fyrmefndum þætti
mínum af Sveini.
Ætla má að séra Jakob fari afar nærri frásagnarhætti Sveins. Hvort
tveggja var, að prestur hafði stálminni og Sveinn talaði í meitluðum
setningum. Höfðu þeir og tækifæri að talast við í tómi, þegar svo bar til
að Sveinn gisti hjá prestshjónunum á Norðfirði. Það er því mikill fengur
að samantektum séra Jakobs.
I febrúar 1989 flutti ég tvö erindi um Svein Olafsson í Ríkisútvarpinu.
Af því tilefni var tekin fram segulbandsupptaka frá 1944. Hún geymir
ekki aðeins rödd Sveins, sem þá var mjög við aldur, og minnir á málfar
hans og framsetningarmáta, því þar er einnig að finna athyglisverðar
upplýsingar um sérstakan þátt alþýðufræðslu á landi hér nokkru fyrir
síðustu aldamót.
Þetta, sem ég nú hef nefnt, ætla ég að taka saman og biðja Múlaþing
fyrir, því það eykur dráttum í þá mynd af Sveini Olafssyni sem ég hef
reynt að draga upp með frásögnum mínum í Mjófirðingasögum.
"Vitið þér hver ég er?"
Séra Jakob Jónsson ræðir í bók sinni, áður nefndri, um “fyrra stríðið”
og segir þar meðal annars:
"Aldrei urðum við varir við útlenda kafbáta, en þó var mikið um þá
talað, en mörgum árum síðar heyrði ég þess getið, að grunur hefði á því
legið, að austfirzkir sjómenn hefðu samband við þá. Sveinn Olafsson al-
þingismaður í Firði sagði mér allmerka sögu af atburði, sem sýnir, að
stríðshættan lá í loftinu.
Það var einn morgun í fögru og stilltu veðri, að herskip sást koma inn
á Mjóafjörð. Skipsbátur var settur á flot og reri hann rakleitt að landi.
Komu nokkrir menn heim að Firði og gerðu boð fyrir Svein bónda.
Sögðu þeir, að skipherra langaði til að hafa tal af honum. Sveini kom til
hugar, að hann flytti einhver boð frá stjómarvöldum. ísland var þá enn
ekki fullvalda ríki, svo að vel gátu slík boð verið send með dönsku her-
skipi. Að vörmu spori sat Sveinn í káetu skipherrans. Það fór vel um þá
í djúpum hægindastólum sitt hvorum megin við gljáandi mahóníborð.
Fyrst var rætt um daginn og veginn. Foks spurði skipherra, hvort
Sveinn vissi til þess, að þýzkir kafbátar hefðu sést við Austurland.
Sveinn svaraði því til, að fiskimenn við strendumar væru viðkvæmir
fyrir öllu óvenjulegu. Ekki þyrfti nema að óvæntu ljósi brygði fyrir, þá