Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 18
16
MULAÞING
færu menn að gizka á, að kafbátar væru á ferð. En aldrei hefði sér tekizt
að fá neitt staðfest, sem mark væri á takandi.
Svo varð þögn.
Síðan segir skipherra: “Það er dálítil vík héma sunnan við fjörðinn.”
Sveinn kvað það rétt vera.
“Er hún svo djúp, að kafbátur geti fólgizt þar?”
“Eg veit raunar ekki, hvað kafbátar rista djúpt, ef þeir eru rétt undir
yfirborði, en ekki teldi ég útilokað, að kafbátur gæti hafzt þar við.”
“Það fellur lítil á út í víkina?”
“Það kemur heim.”
“Og straumurinn hlýtur að liggja út úr víkinni og út á fjörðinn. Það
eru því meiri líkur til, að það, sem fleygt væri í víkina, ræki út í fjörðinn
heldur en upp í fjömna?”
Sveinn var ekki frá því, að þetta væri skynsamleg ályktun.
Skipherrann hélt áfram:
“Segjum svo, að þar lægi kafbátur. Þá gæti áhöfnin varpað niðursuðu-
dósum og öðru slíku drasli fyrir borð, án þess að þess yrði vart í landi.”
“Óhugsandi er það ekki.”
Nú sneri skipherra sér beint að Sveini bónda:
“Hvað hafið þér margt í heimili?”
Sveinn taldi það fram.
“Þér hafið allmargar kýr og fjölda fjár.”
Sveinn svaraði því af hreinskilni.
“Þá gætuð þér sjálfsagt bætt við nokkrum mönnum í fæði, án þess að
það vekti nokkra athygli, eða vart yrði við skort á matvælum.”
“Víst væri það mögulegt.”
Og enn hélt skipherrann áfram: “Þá gætuð þér látið þýzkum kafbáts-
mönnum í té eitthvað af matvælum, án þess að yður munaði mikið
um?”
Nú stóð Sveinn upp: “Vitið þér hver ég er?”
“Já auðvitað veit ég það.”
“Vitið þér, að ég er alþingismaður?”
“Já. Mér er kunnugt um það.”
“Vitið þér, að alþingismenn vinna eið að stjómarskránni?”
“Mér þykir það ekki nema eðlilegt.”
“Og þér vitið væntanlega, að bæði Danmörk og Island hafa lýst yfir
hlutleysi í ófriðnum.”
Það þurfti ekki að fræða skipstjóra á dönsku herskipi um það.