Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 22
20
MULAÞING
drættir og aðrar myndir sem nota mætti við fræðsluna. Lagði svo leið-
beinandinn fyrir æskulýð þann, sem safnaðist þannig saman, spumingar
viðvíkjandi þeim sögustöðum, sem þá mátti benda á á uppdrætti, og því
sem eftirtektarverðast var við þær myndir sem fyrir lágu.
Þetta - í sambandi við heimilafræðsluna sem lögð var stund á, þar sem
þess var kostur af leiðbeinanda, eða þá ef ekki naut neins aðkomandi, þá
af húsbændunum - var undirstaða þeirrar fræðslu sem æskulýðurinn
naut í sveitunum. Og ég verð að álíta - eftir því sem ég hef átt kost á að
kynna mér þetta, aftur í æsku og hef síðan átt - ég verð að álíta að
fræðsla æskulýðsins hér, með þessum hætti sem ég var að lýsa henni,
hafi náð lengra heldur en margir nú vilja ætla. Og ég vil ennfremur álíta
að hún hafi ekki staðið langt að baki þeirri fræðslu sem æskulýður ná-
grannalandanna naut, þó að fleiri tugum ára fyrr væru þar fastir skólar
komnir, heldur en þeir risu hér á landi.
Ég átti kost á, tiltölulega ungur, að kynnast þessu, og þóttist ganga þá
úr skugga um að heimilafræðslan og prestamir hér áttu mikinn þátt í
þessu.”
Ljóst er af fréttapistli í “Austra” á Seyðisfirði, sem ég vitna til í þætti
Sveins Ólafssonar í Mjófirðingasögum, að hann hefur sjálfur tekið þátt í
slíkri sunnudagafræðslu, flutt erindi og hleypt af stokkunum sveitar-
blaði sem lesið var upp á sunnudögum. Frásögnin á segulbandinu bætir
örlitlu við þá fróðleiksmola, sem frétt blaðsins geymir um þessa fomu
sunnudagaskóla í sveitum landsins.