Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 28
SIGURÐUR KRISTINSSON
Austfirðingar í búnaðarnámi erlendis á 19. öld
Ekki fer milli mála að náttúruöfl og einokunarólög höfðu nærri gengið
af íslensku þjóðinni dauðri seinast á 18. öld.
En þegar sá fram úr öskumistri Móðuharðindanna var enn leiðin löng
fyrir Islendinga að fullnægja menntaþrá sinni svo að gagn yrði að fyrir
landbúnað og sjávarútveg. Nokkrar stiklur eru þó, sem finna má á leið
til hagnýtrar þekkingar og var samt leiðin löng og torsótt í byrjun.
Nefna má þær stiklur, sem upp úr straumnum standa: á 18. öld útgáfa
fræðirita sr. Bjöms Halldórssonar í Sauðlauksdal og Magnúsar Ketils-
sonar, stofnun Landsuppfræðingarfélagsins og Lærdómslistafélagsins,
stofnun Hrappseyjarprentsmiðju; á fyrri hluta 19. aldar skal nefna Bald-
vin Einarsson, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson með tímarit sitt Ný fé-
lagsrit.
En á 19. öld snerist lærdómshugur margra þjóða í Vestur-Evrópu að
því að stofna skóla til að efla þekkingu á landbúnaði og má í raun telja
skólastofnanir félagslegt fyrirbæri aldarinnar, að vísu eitt af mörgum
slíkum. Skólamál á Islandi stóðu þannig á 19. öld að hér var hinn lærði
skóli, latínuskólinn, sem bjó menn undir stúdentspróf en það var undir-
búningur undir háskólanám í Kaupmannahöfn og lauk með embættis-
prófi. En það var of löng og torsótt leið fyrir bændur og þar að auki alls
ekki sú rétta leið, því þeir þurftu að fá leiðbeiningar í verklegum efnum
ásamt grunnmenntun í þeim bóklegu námsgreinum, sem búskap koma
að gagni. Eftir miðja öldina mun Jón Sigurðsson hafa komið íslending-
um í samband við norska skóla. Hann þekkti skólastjórann á Stend í
Noregi. Þar var stofnaður búnaðarskóli árið 1858 á fomu óðalssetri ekki
langt frá Bergen. Þangað fóm til náms sex Austfirðingar á einum ára-
tug, þar af fjórir úr sama hreppi, Fljótsdalnum. Þessir fjórmenningar
urðu allir samferða í skólann. Aður en lengra er haldið verður þó vikið
að upphafi þessa námsferða.
Árið 1818 bauð danska landbúnaðarfélagið fjórum ungum íslending-