Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 29
MÚLAÞING
27
um til náms þar í landi, einum úr hverjum landsfjórðungi. Vitað er fyrir
víst urn þrjá þeirra en það voru Þorsteinn Daníelsson síðar kenndur við
Skipalón, og kom hann úr Norðlendingafjórðungi, annar var Þorvaldur
Sívertsen, síðar kenndur við Hrappsey og kom hann úr Vestfirðinga-
fjórðungi, en úr Sunnlendingafjórðungi kom Þorsteinn Þorsteinsson frá
Uthlíð í Biskupstungum. Ekki er nú vitað með vissu hver fór til námsins
úr Austfirðingafjórðungi en af líkum má ráða að það hafi verið
Brynjólfur Evertsson Wíum, sonarsonur Hans Wíum sýslumanns á
Skriðuklaustri. Að minnsta kosti sigldi hann til jarðyrkjunáms í Dan-
mörku um þetta leyti eða litlu síðar. Eftir heimkomuna varð hann fyrsti
umferðarbúfræðingurinn á Austurlandi, leiðbeindi um jarðrækt og vann
mikið að áveitum á tún og engjar og að skurðgreftri við þær. Á að hafa
sagst geta látið vatn elta sig hvert sem hann vildi.
En æviferill Brynjólfs var alleinkennilegur og hann mátti nærri teljast
umrenningur. Mikill órói og útþrá voru í honum og sum uppátæki hans
voru vægast sagt einkennileg. T.d. keypti hann Kríuhólma í Lagarfljóti
við ósa Grímsár og tilheyrði hann landi Ketilsstaða á Völlum. Sagðist
Brynjólfur svo vera ábúandi á Ketilsstöðum. Ostaðfest sögn er, að hann
hafi keypt Spanarhól, stuðlabergshöfða á austanverðri Fljótsdalsheiði til
þess að leigja Tungumönnum upprekstarland í Fellaheiði og voru Fella-
menn að vonurn lítt hrifnir af þessu. Á svo Fellahreppur að hafa keypt
Spanarhólinn aftur af Brynjólfi og er sagt, að hreppurinn eigi enga aðra
afrétt. Ekki verða taldar hér fleiri tiltektir Brynjólfs. Hann lést árið 1856
og segir kirkjubók að hann hafi verið “skurðgrafari í Múlasýslum.” En
fyrstu áveitur þar voru þó hans verk og gerðar eftir hans áætlunum.
Hann mun lengst af hafa dvalist að Gunnlaugsstöðum í Skógum.
Næst á eftir Brynjólfi Evertssyni má nefna Pál Stefánsson frá Val-
þjófsstað. Foreldrar hans voru sr. Stefán Ámason prestur þar og Sigríð-
ur dóttir sr. Vigfúsar Ormssonar, sem var prestur á Valþjófsstað á undan
tengdasyni sínum. Árið 1834 sótti sr. Stefán um styrk til dönsku stjórn-
arinnar vegna Páls sonar síns svo að hann gæti lært garðyrkju og skóg-
rækt í Danmörku. Páll Melsted sýslumaður á Ketilsstöðum mælti með
umsókninni. Páll Stefánsson sigldi til námsins sumarið 1835 en lést fyr-
ir áramótin úr bólusótt í Kaupmannahöfn og nýttist því ekki för hans.
Jón Pétursson frá Berufirði fór ungur utan til náms í Danmörku. Hann
mun hafa verið fæddur 1829. Kom frá námi sínu árið 1850 og hafði þá
með sér fyrstu hestaverkfæri, sem reynd voru við jarðyrkju á Austur-
landi. Hann vann með þessum verkfærum í syðstu hreppum Suður-
Múlasýslu en hóf búskap í Jórvík í Breiðdal árið 1857 og bjó þar til