Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 32
30
MÚLAÞING
árið 1882 og Austfirðingar stofnuðu búnaðarskólann á Eiðum árið 1883.
Guttormur Vigfússon varð fyrsti skólastjóri á Eiðum en árið 1888 hóf
hann búskap á Strönd í Vallahreppi. En árið 1894 fluttist hann að Geita-
gerði í Fljótsdal og bjó þar til ársins 1924 er Vigfús sonur hans tók við.
Guttormur var lengi hreppstjóri og oddviti í Fljótsdal og átti sæti á Al-
þingi frá 1893-1907. Kona hans var Sigríður Sigmundsdóttir frá Ljóts-
stöðum í Hofshreppi í Skagafirði. Böm þeirra tóku upp ættamafnið
Þormar. Guttormur lést 26. desember árið 1928.
Annar maðurinn í Stend-hópnum var Halldór Guttormsson frá Am-
heiðarstöðum, föðurbróðir Guttorms, er áður var nefndur og þó yngri.
Vigfús faðir Guttorms og Halldór voru hálfbræður, synir Guttorms Vig-
fússonar “stúdents” er lengi bjó á Arnheiðarstöðum. Móðir Halldórs var
síðari kona Guttorms “stúdents”, Kristín Jónsdóttir prests Bergssonar að
Hofi í Álftafirði. Halldór mun hafa búið eitthvað á Strönd í Vallahreppi
en stundaði mikið smíðar alla tíð. Hann var um áratugaskeið hjá bróður-
syni sínum, Sölva Vigfússyni, sem bjó á Amheiðarstöðum og sá um allt
viðhald og smíðar fyrir heimilið. Hann skar mikið út og átti mikið safn
af smíðajárnum til útskurðar og annars. En hann var líka mikill gleði-
maður og stjómaði oft “boðsböllunum”, sem haldin voru á hverjum
vetri á vegum Ungmennafélags Fljótsdæla. Viss hluti sveitarinnar sá um
hvert ball. Var öðrum íbúum hreppsins boðið og oftast einhverjum utan
sveitar líka. Þessi boðsböll voru haldin árlega í hverri sveit á Héraði á
fyrstu áratugum ungmennafélaganna.
Halldór átti eina dóttur, Margréti. Giftist hún og bjó í Reykjavík.
Þriðji maðurinn í Stend-hópnum var
Jónas Eiríksson frá Skriðuklaustri, f. 11.
júní 1851. Foreldrar hans voru Eiríkur
Arason bóndi á Klaustri og Þóra Árna-
dóttir frá Litla-Sandfelli í Skriðdal. Eftir
heimkomuna frá Stend 1877 ferðaðist
hann nokkur sumur um Suður-Múla-
sýslu til að leiðbeina um jarðrækt.
Skýrslur um leiðbeiningastarfsemi
þeirra Guttorms má finna í blaðinu
Skuld, sem prentað var á Eskifirði.
Jónas bjó á Eiríksstöðum á Jökuldal árin
1881-1885 og næstu þrjú árin á Ketils-
stöðum í Hlíð. En árið 1888 tók hann
við skólastjóm á Eiðum af Guttormi