Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 39
MÚLAÞING
37
hann þá um að hreyfa hann ekki, heldur skyldum við losa steinana með
höndunum. Við réðumst á steininn næst jámkallinum og náðum honum
upp. Vegna þess hve austarlega beinagrindin var í gryfjunni komumst
við ekki fyrir enda hennar, því aðeins var grafinn hinn ákveðni hring-
flötur gryfjunnar. Gröf þessi var hlaðin úr grjóti og var um 0,60 m á
breidd innan veggja. Hleðslan var einföld steinaröð og virðist hafa verið
vel frá gengið. Gafl var einnig hlaðinn í kistuna að vestanverðu. Ofan á
kistubörmunum lágu aflangir steinar, sem lokuðu henni og yfir brjósti
hins látna lá myndarleg hella sem tók vel út yfir veggina. Þetta var stein-
kista löngu liðins tíma. Þegar við höfðum náð öllum hellusteinunum af
veggjunum, sáum við beinagrindina að mestu, en eins og áður er getið
náði steingröfin austur fyrir gryfjustæðið, þó ekki langt. Við skoðuðum
beinin. Þau voru mikið fúnari en beinin sem við fundum áður. Það áttu
þessar beinagrindur sameiginlegt að snúa báðar eins, horfðu til austurs.
Ekkert samband virðist geta verið á milli þeirra. Önnur hulin rétt undir
grassverðinum utan veggjar, en hin innanveggjar, undir aurskriðu og þar
að auki í hlaðinni steinkistu.
Niður á beinin í kistunni var aðeins röskur metri frá yfirborði jarðar
eða um 1.30 m. Beinagrind þessi var af stórum manni. Höfuðkúpan
klofnaði þegar jámkallinn lenti í henni. Ég reyndi þó að mæla hana og
tókst það nokkuð vel, að ég álít, þótt klofin væri. Var hún 0.30 m frá
hnakka að ennisbeini.
Leggjaleifar sáust greinilega, en önnur bein mjög fúin. Undir steinkist-
unni var mold. Hún virtist einkennilega laus. Engar trjáleifar fundum við
þama.
Við grófum svo áfram, allt þar til við komum niður á fasta undirstöðu.
I suðvesturbarmi gryfjunnar var lárétt ósamfallin hola. Hafði hola þessi
ákveðna lögun, ferköntuð og var um 0.35 m á hvem veg. Ég geri ráð
fyrir að við höfum spillt nokkm af holu þessari við uppgröftinn, en það
sem eftir var af “skápi” þessum inni í veggnum mældist mér um 0,50 m
á lengd. Ekki voru þar trjáleifar svo við þekktum þær. Annars var þarna
ekki hrein mold. Það voru þama á “skáps”-botninum auðsjáanlega leifar
einhverra annarra efna, sem við kunnum ekki að greina.
Vafalaust hefur leyndin, sem hvíldi yfir verki þessu af áðurgreindum
ástæðum, þar um ráðið. Mannabeinin sem við Bjöm fundum, sá Sigurð-
ur ekki. Mun ég brátt segja hvers vegna og hvað af þeim varð. I júní-
mánuði næsta ár var aftur tekið til við byggingu gryfjunnar. Þá var sett
hringlaga holræsi í botn hennar meðfram gryfjubörmunum með lokræsi
norður úr hólnum. Við Bjöm önnuðumst áfram þetta verk. Gryfjan var