Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 40
38
MÚLAÞING
hefluð innan með torfljá og veggir hennar gerðir eins sléttir og kostur
var á. Komu þá í ljós fleiri beinaleifar og ýmislegt sem við þekktum
ekki, þó engir munir. Bjöm hlóð síðan gryfjuna innan með seigum mýr-
arhnausum, þrístrendum, svonefndum klumbuhnausum, sem ég stakk
upp og flutti að gryfjunni. Ofurlítill flái var hafður á veggjum, þannig að
gryfjan var örlítið víðari að ofan en við botninn. Veggimir voru hlaðnir,
nokkru hærri en jarðlagið í kring og gerður flái út frá þeim og sett jám-
þak yfir og vel frá öllu gengið. Reyndist gryfja þessi hin besta sætheys-
gryfja-
Þá er að geta þess hvað varð um mannabeinin.
Strax að loknum greftri haustið áður, tók ég beinin sem ég hafði safn-
að saman og geymt á góðum stað undir torfu, og jarðsetti þau ca. 10 m
frá gryfjunni, neðar í hólnum í norðvesturátt frá henni. Höfuðkúpumar
virtust okkur ótrúlega lítið skemmdar, nema hvað sú stærri varð fyrir
jámkallinum, sem áður er getið.
Tennur voru alveg óskemmdar. Ég gróf litla gröf, lagði í hana bein
þessara löngu liðnu manna og las bæn yfir, um leið og ég huldi þau
moldu.
Við Bjöm vinnufélagi minn sögðum ekki öðrum af heimilisfólkinu á
Þórarinsstöðum frá beinafundinum en fóstra mínum. Ég hafði ekki áður
séð mannabein. Þótt ég álíti mig ekki hjátrúarfyllri en fólk er flest, þá
hafði þessi beinafundur talsverð áhrif á huga minn. Fyrstu nóttina eftir
að ég fann höfuðkúpuna, sem festist við rekublaðið og áður er getið, lá
ég andvaka í rúmi mínu. Konan mín var sofandi.
Þá heyri ég að hún segir hátt og skýrt upp úr svefninum. "Það held ég
að þetta geri út af við ykkur.” Ég hrökk við, leit til hennar og sá að hún
var sofandi, en spurði þó: “Hvað heldur þú að geri út af við okkur?”
“Þessi mold,” svaraði hún og var enn í fasta svefni. Mér varð hálfórótt
við þetta svefntal konu minnar, vakti hana og spurði hvað hana hefði
dreymt. “Eitthvað um þessa mold sem þið Bjöm eruð að grafa upp,”
svaraði hún.
Ef til vill vom þar trjáleifar, klæðaleifar eða jafnvel beinaleifar. Enga
muni fundum við í gryfjunni, en vel gat margt hafa farið þar forgörðum
með því vinnulagi sem þama var viðhaft, enda alltaf meiningin að búa
til votheysgryfju, en ekki vinna að fomleifarannsóknum. Okkur skorti
alla kunnáttu í þeim fræðum. Til þeirra rannsókna þurfti kunnáttumenn,
fomleifafræðinga.
Frá yfirborði jarðvegsins og niður að áðumefndum “skáp” var 1,50 m.
Ofantil í gryfjunni, í eins meters dýpt og eins meters fjarlægð í suðvestur