Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 42
40
MÚLAÞING
Ég flutti alfarinn burt frá Þórarinsstöðum þrem árum eftir að votheys-
gryfjan var fullgerð. 12 árum síðar hitti ég samverkamann minn og vin
Bjöm Björnsson. Við minntumst á beinafundinn og gryfjuna. Sagði
hann mér að hún hefði verið notuð árlega og reynst hin allra besta, en nú
væri hún farin að síga saman og líklega yrði ekki sett hey í hana framar,
nema þá að hún yrði byggð upp að nýju. Síðar frétti ég að það var ekki
gert.
Mér sámaði á sínum tíma að vinna þetta verk. Ég vissi að við vorum
að spilla rannsóknarefni, sem fomleifafræðingar hefðu getað unnið mik-
ið úr. En þrátt fyrir þetta rask á þessum dularfulla stað, sem við vorum
látnir gera á sínum tíma, er ég viss um að mikið er þama til rannsóknar,
ef við væri brugðist.
Þama mætti óefað fá vitneskju um ýmislegan fróðleik, sem brugðið
gæti birtu um sögnina gömu um bænhúsið í Hólatúninu fyrir austan í-
búðarhúsið á Þórarinsstöðum.
Og einmitt þess vegna ákvað ég, þegar ég festi frásögn þessa á blað, að
senda þáverandi þjóðminjaverði Kristjáni Eldjám, síðar forseta, greinar-
gerð um það, sem fyrir augu mín bar við byggingu votheysgryfju þessar-
ar.
Grafreiturinn
Skammt sunnan við bænhústóftina sést greinilega garðhleðsla úr torfi
gerð.
Hleðslan er á tvo vegu, að norðan og vestanverðu við grasflöt nokkra.
Helst kemur manni í hug að þama sé fom grafreitur, þá tengdur kirkju
eða bænhúsinu sem sögnin gamla getur um. Nafn fylgdi þessum stað og
var hann nefndur Hólagrafreitur, þá trúlega nafn frá fyrri öldum. Ekki
heyrðist þetta nafn nefnt á þessu svæði þegar á það var minnst, alltaf tal-
að um Hólatún eða Hesthúshóla.
Gamall maður á Þórarinsstöðum sagði mér frá nafni þessu og sagðist
hafa heyrt að þama mundi vera grafreitur.
En það var eins og með bænhústóftina, að fáir lögðu trúnað á þessar
gömlu sagnir um þennan stað.
Eftir rúmlega 32 ára fjarveru frá Seyðisfirði, og þar af lengst í Vest-
mannaeyjum, flutti ég aftur heim til Seyðisfjarðar, þó ekki að Þórarins-
stöðum. Þá var sá fomi bær, sennilega höfuðból til foma, kominn í eyði
fyrir nokkmm ámm. Svo var það einn sumardag eftir að ég var fluttur