Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 43
MÚLAÞING
41
austur, að til mín kom Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur, sem
þá var minjasafnsvörður á Egilsstöðum. Hann bað mig um að koma með
sér að Þórarinsstöðum. Vildi hann sjá þann stað sem hann hafði lesið um
að mannabein hefðu fundist. Gunnlaugur skoðaði votheysgryfjuna sem
þá var mjög saman fallin. Þar var ekkert að sjá annað en niðurfallið þak
hennar. Hann skoðaði líka staðinn sunnan gryfjunnar, sem forðum var
nefndur Hólagrafreitur, og mig minnir að hann tæki myndir af svæði
þessu. Aður en Gunnlaugur yfirgaf staðinn kom hann þar fyrir friðlýs-
ingarmerki, vonandi fær það að vera þar í friði eftirleiðis. Þörf er á að
kanna Hólagrafreit og vita hvort hann ber nafn sitt með réttu.
3. ágúst 1984 kom Þór Magnússon þjóðminjavörður til mín að Dröfn í
Seyðisfjarðarkaupstað og spurði mig hvort ég gæti ekki komið með sér
út að Þórarinsstöðum. Hann var á ferð með fjölskyldu sinni á stórum og
traustum bfl.
Eg var allshugar feginn komu hans, og gladdi það mig að hann skyldi
vera kominn til þess að líta á þennan merkilega stað, þar sem manna-
beinin fundust á Þórarinsstöðum. Eg var fús til þessarar ferðar. Þegar við
komum í Þórarinsstaði vísaði ég Þór á votheysgryfjuna, og við fórum að
grafreitnum, sem nafnið foma benti til að þar væri. Hann skoðaði báða
þessa staði og tók af þeim myndir. Því næst kom hann að friðlýsingar-
merkinu, sem Gunnlaugur hafði áður komið þar fyrir.
Þjóðminjaverði þótti fremur losaralegur frágangur á því og bætti um
betur með því að reka hælinn með merkinu á dýpra í jörðu. Að því loknu
gekk ég með þeim um Háahraunið í landi Þórarinsstaða, þar sem her-
stöðvar Bandaríkjamanna voru á stríðsárunum. Rústir og grannar þess-
ara herstöðva hafa varðveist vel, ekkert verið við þeim rótað, aðeins fjar-
lægðir braggamir, sem þar voru. Því næst fóru þau hjónin á berjamó, en
þá var gott berjasumar.
Þór skilaði mér heim fyrir kvöldið, en fór aftur að Þórarinsstöðum til
gistingar í tjaldi sínu. Næsta dag kom hann til mín, þá á leið frá Seyðis-
firði. Eg spurði hann hvort hann hefði ekki sofið vel á æskustöðvum
mínum? “Vel svaf ég”, sagði hann og bætti við: “Eg tjaldaði í nánd við
bænhúsið og grafreitinn, ætlaði að vita hvort mig dreymdi ekki nokkuð,
sem varpað gæti ljósi á þessi fomu mannanna verk, sem þar em. En það
fór á annan veg, mig dreymdi bara hana ömmu mína.” Eg bið Þór afsök-
unar á að birta þetta án hans vitundar. Eg var áður búinn að ræða um
beinafundinn við hann á skrifstofu hans í Þjóðminjasafninu. Áður hafði
hann beðið mig leyfis um að birta úrdrátt þann úr frásögn af beinafund-
inum, sem til var í Þjóðminjasafninu. Það leyfi veitti ég fúslega.