Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 46
AGNAR HALLGRfMSSON CAND. MAG.
Hans Wíum sýslumaður og afskipti hans af
Sunnefumálinu og öðrum réttarfarsmálum
Þessi ritgerð eftir Agnar Hallgrímsson er náttúrlega vegna lengdar fremur efni í bók en
tímaritsgrein, en hvað um það - hér er hún komin.. - Ritgerðin er skrifuð 1972, og okkur
höfundi kom saman um að birta hana í upprunalegri mynd, þ.e.a.s. með setum (z) öllum
og þeirri kommusetningu er þá gilti, en seta var sem kunnugt er lögð niður í september
1973 og kommusetning gefin frjáls nokkru fyrr. Á.H.
I. Inngangur
Heiti þessarar ritgerðar segir að miklu leyti til um. hvert viðfangsefni
hennar er. Eins og nafnið bendir til, fjallar hún um Hans Wíum sýslu-
mann í Múlasýslu, einkanlega afskipti hans af réttarfarsmálum samtíma
síns. Er efnisskipan þannig háttað, að fyrst verður drepið lauslega á tíð-
arandann á dögum Wíums, bæði heima og erlendis, og lýst í stórum
dráttum skiptingu Múlasýslu í sýsluumdæmi á næstu áratugunum á und-
an. Því næst verður æviágrip Wíums rakið stuttlega, en aðalritgerðin
fjallar annars um afskipti Wíums af réttarfars- og refsimálum. Ber þar
hæst Sunnefumálin svonefndu, en auk þeirra verður fjallað um ýmis
önnur mál, einkum dómsstörf Wíums og afskipti hans af sakamönnum.
Við samningu þessarar ritgerðar hef ég aðallega stuðzt við óprentaðar
samtímaheimildir, einkum skjöl og bréfabækur embættismanna, sem
flest eru varðveitt frá þessum tíma. Einnig er allmikið sótt í prentaðar
heimildir, bæði gamlar og nýjar. Tekið skal fram, að það, sem tekið er
orðrétt upp úr skjölum á dönsku, er tekið stafrétt upp, en stafsetning
samræmd með setningu stórra upphafsstafa í nafnorðum. Þó er aðeins
fyrri liður samsettra orða ritaður með stórum staf. Við upptekt úr skjöl-
um á íslenzku eru orðmyndir látnar haldast, en stafsetning samræmd til
nútímamáls, nema í erlendum orðum, sem tekin eru upp stafrétt. Allt,
sem tekið er upp úr prentuðum heimildum, er hins vegar stafrétt. Rit-