Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 47
MÚLAÞING
45
gerðinni fylgir tilvitnana- og heimildaskrá, og mun hvorugt þarfnast
skýringar.
Um Hans Wíum hefur nokkuð verið ritað og að auk skrásettur um
hann mikill fjöldi alþýðusagna, sem flestar munu þó að litlu hafandi
sem sagnfræðilegar staðreyndir. Segja má, að þeir, sem um Wíum hafa
ritað, hafi skipzt nokkuð í tvo hópa í viðhorfum sínum til hans, enda
gefa margar af þeim heimildum, sem til eru um ævi hans og störf, tilefni
til þess að vera túlkaðar á ýmsa vegu. Auk þess eru þær hvergi nærri
svo fjölskrúðugar eða fullkomnar sem æskilegt væri. Ymislegt bendir
líka til þess, að Hans Wíum hafi fremur verið í andstöðu við ríkjandi
réttarfar og hugsunarhátt samtímans og hafi jafnvel ekki skirrzt við að
bjóða yfirvöldunum byrginn. Alþýðuhylli hans og hjálpsemi við þá,
sem stóðu höllum fæti, virðist og hafa verið meiri en títt var um slíka
embættismenn eða talið var við hæfi á þeim tíma.
Að þessu leyti hefur Hans Wíum áreiðanlega nokkra sérstöðu meðal
samtímamanna sinna í embættisstétt, en hún virðist einmitt koma einna
skýrast fram á sviði réttarfarsmálanna. Mun þar að leita orsakanna til
þess, að svo mjög eru skiptar skoðanir manna á Wíum, enda hafa sumir
viljað færa honum flest til foráttu, en aðrir aftur á móti talið honum ým-
islegt til gildis. Tilgangur þessarar ritgerðar er þó tæpast sá að kveða
upp neinn endanlegan dóm í þessu efni, enda þótt ýmislegt kunni að
skýrast, þegar fjallað verður um afskipti Wíums af réttarfarsmálum og
viðhorf hans til þeirra. Að öðru leyti tel ég óþarft að gera frekari grein
fyrir ritgerðinni.
II. Aldarfar
Á átjándu öld urðu mikil þáttaskil í viðhorfum manna til trúmála, vís-
inda og þjóðfélagsmála víða í löndum Evrópu. Hin ævagamla trú á al-
ræði guðlegra máttarvalda tók þá fyrst að riða til falls vegna raunhæfari
þekkingar mannanna á ýmsum náttúrulögmálum. Tími sjálfstæðrar
rannsóknar og raunsærrar ihugunar og skynsemi var runninn upp.
Þessi breyttu viðhorf, sem um miðja öldina höfðu fengið á sig mynd
ákveðinnar hreyfingar eða heimspekistefnu, eru almennt þekkt undir
nafninu upplýsingar- eða fræðslustefna og tíminn, er hún stóð í sem
mestum blóma, “upplýsingaröld”. Hreyfing þessi er aðallega talin hafa
átt upptök sín í Frakklandi á fyrri hluta 18. aldar, en barst skjótt út um
flest öld Vestur-Evrópu. Helztu frumkvöðlar hennar voru frönsku rit-