Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 48
46
MÚLAÞING
höfundamir og heimspekingamir Montesquieu, Voltaire og Rousseau,
en þeir höfðu þó einnig orðið fyrir áhrifum frá enskri heimspeki og nátt-
úruvísindum.1
Segja má, að aðalinntak þessarar stefnu væri fólgið í gagnrýni á ríkj-
andi skoðanir í trúmálum og heimspeki, en einnig beindist hún að
stjómskipulagi ríkjanna og allri skipan þjóðfélagsins í heild. Blóma-
skeið upplýsingarstefnunnar í Danmörku varð, sem víðast annars staðar,
síðari helmingur aldarinnar, og á þeim tíma áttu sér stað í landinu marg-
háttaðar breytingar, sem rekja má beint eða óbeint til hugmynda hennar.
Eitt hið fyrsta af því tagi var stofnun vísindafélagsins danska árið 1742,
sem einnig hafði mikil áhrif hér á landi. Breyting varð á viðhorfi manna
til konungsvaldsins, sem í stuttu máli felst í eftirfarandi orðum:
“Kongen skal nok være Enevoldsherre, men han har sin Magt for Folkets
Skyld, og man vil ikke mere betragte ham som en Slags Guddom som efter den
ældre Opfattelse”.“
í réttarfarsmálum hneig stefna aldarinnar yfirleitt í þá átt að milda
dóma og gera refsingar mannúðlegri en áður hafði tíðkazt, þótt ekki yrði
það að verulegu marki fyrr en nokkuð leið á öldina. Er því óhætt að
segja, að í Danmörku og mörgum öðrum löndum yrði 18. öldin upphaf
meiri mannúðar, aukinnar skynsemi og frjálsari skoðanamyndunar en
þar hafði áður þekkzt.
Svipirfrá 18. öld.