Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 49
MÚLAÞING
47
Ef litið er til íslands, má þó segja, að helztu einkenni 18. aldarinnar
þar séu eymd og niðurlæging á öllum sviðum þjóðlífsins. Líklega hafa
Islendingar aldrei átt eins örðugt uppdráttar og einmitt á þessari öld, og
eru ástæður margar. Arferði var þá með harðasta móti í allri sögu þjóð-
arinnar, og sem dæmi má nefna, að nær samfellt harðæri var á árunum
1750-57 og aftur á tímabilinu 1777-85.3 Ofan á þetta óblíða veðurfar
bættust svo farsóttir, bágt ástand í verzlunarmálum landsins, fjárpestir
og ýmislegt fleira, sem varð til þess að draga máttinn úr þjóðinni og
auka á fátækt hennar og niðurlægingu. Afleiðingar þessa harðæris urðu
þær, að fjöldi bújarða lagðist í auðn, en fólkið flosnaði upp og leitaði á
náðir þeirra, sem betur voru stæðir, eða fór á vergang og varð jafnvel að
stela sér til matar. Árið 1703 voru 11,8 % landsmanna taldir annaðhvort
hreppsómagar eða förumenn, og svipað var hlutfallið árið 1769, en það
ár fór einnig fram manntal.4 Talar þetta sínu máli um það, hversu bág
afkoma manna var á þessum tíma, enda var sulturinn líka landlægur,
þegar harðast var í ári. Létust þá oft tugir eða jafnvel hundruð manna
beinlínis úr hungri á hverju ári auk þeirra, sem farsóttimar lögðu að
velli, enda fækkaði þjóðinni stöðugt, eftir því sem leið á öldina.
Á sama tíma fór aftur á móti alls kyns afbrotum stórfjölgandi, og átti
skorturinn þar einna stærstan þátt. Algengustu afbrotin voru því þjófn-
aður, en mikið kvað þó jafnan að siðferðisafbrotum, meiri og minni.
Magnús Gfslason amtmaður getur þess í bréfi frá árinu 1758, að tala
sakamanna sé “fast ubegribelig”, og um landið flakki heimilislausir,
a.m.k. þrjú hundruð manns á bezta æviskeiði.5 Um svipað leyti lýsti
danski embættismaðurinn Hinrik Stampe því yfir, að það væri nokkum
veginn sannað, að því nær allur þjófnaður, sem þá væri framinn hér á
landi, stafaði af neyð manna, og undir slíkum kringumstæðum væri til-
gangslaust að ætla sér að koma í veg fyrir hann með harðari refsingum.6
Höfðu Islendingar þá beiðzt þess af stjóminni, að refsingar yrðu hertar
verulega, einkum að dauðarefsingum við þjófnaði yrði stórfjölgað í
þeim tilgangi að reyna að draga úr þeim mikla afbrotafaraldri, sem þá
gekk yfir landið og átti beinar rætur að rekja til harðærisins.7 Þessi um-
mæli hins danska embættismanns benda hins vegar ótvírætt til þess, að
hann hafi haft gleggri innsýn í þau vandamál, sem við var að etja, en
margir landsmanna.
Eitt gleggsta dæmið um þá hnignun, sem var hér á 18. öld, er sú ó-
reiða, sem þá komst á skipun alþingis við Öxará. Það gerðist nú sífellt
algengara, að sýslumenn, lögréttumenn og aðrir, sem þar höfðu skyld-
um að gegna, kæmu ekki til þings á tilsettum tíma, sumir alls ekki. Olli