Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 50
48
MÚLAÞING
því vafalaust m.a. minnkandi hestaeign landsmanna svo og lítill gróður
og torleiði á fjallvegum svo snemma sumars af völdum hins kalda veð-
urfars. Á alþingi árið 1734 voru t.d. aðeins viðstaddir 8 sýslumenn af
21, sem þangað áttu að sækja.8 Þegar setningardegi alþingis var breytt,
frá 3. júlí til 8. júlí ár hvert, með tilskipun árið 1784, var orsökin fyrir
þessari seinkun þinghaldsins talin vera:
“den Uorden, som i de senere Aaringer skal være bleven almindelig ved
Laugthingene paa Vort Land Island, da de, som have Sager ved samme at
udföre, ei möde til den anbefalede Tid, men saaledes, som de selv finde for
Q
godt.
Margt fleira olli hnignun alþingis á þessum tíma, t.d. var drykkjuskap-
ur þá orðinn mjög mikill og almennur hér á landi, ekki sízt meðal heldri
manna. Þeir fáu embættismenn, sem sáu sér fært að koma til alþingis,
voru því oft ófærir að gegna þar störfum vegna drykkjuskapar. Gekk
þetta svo langt, að árið 1720 sendi Raben stiftamtmaður áminningarbréf
til alþingis, sem varðaði vanrækslu alþingismanna um alþingisreið,
drykkjuskap dómsmanna, illa haldnar dómabækur og ýmislegt fleira.10
Reyndar hafði nú mjög dregið úr þýðingu alþingis sem stofnunar, þar
sem hlutverk þess nú var nær eingöngu orðið að vera dómstóll í málum
landsmanna. Var þar aðallega um að ræða tvö dómsstig, annars vegar
lögréttuna (lögþingisréttinn), hins vegar yfirdóminn.11 Mörg mál, sem
komu til meðferðar alþingis, voru þó svo illa undirbúin, að vísa varð
þeim aftur heim í hérað eða dæma í þeim, þrátt fyrir ónógan undirbún-
ing, og reyndar má segja, að oft ríkti mikil óvissa um það, hvaða lög
ættu að gilda hér á landi á þessum tíma.
Eftir að farið var að gera embættispróf í lögum frá Kaupmannahafnar-
háskóla að skilyrði fyrir veitingu dómaraembætta hér á landi (árið
1736), hafði það óhjákvæmilega í för með sér, að þekking embættis-
manna á íslenzkuin lögum hrakaði, enda voru þau smám saman felld úr
gildi. Má þar nefna, að með konungstilskipun frá 19. febrúar 1734 var
boðið, að refsiákvæði Jónsbókar í þjófnaðar- og morðmálum skyldu
numin úr gildi, en í stað þeirra koma fyrirmæli norsku laga Kristjáns
konungs fimmta.12 í siðferðismálum gilti þó áfram óbreyttur hinn ill-
ræmdi “Stóridómur”, sem lögleiddur hafði verið á dögum Páls Stígsson-
ar höfuðsmanns árið 1564.11
Ekki verður það heldur sagt íslendingum til hróss, að þeir hafi á þess-
um tíma skarað fram úr nágrannaþjóðunum um mannúðlegra viðhorf til