Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 52
50
MÚLAÞING
innlendir eða erlendir, voru aðeins spegilmynd stjómarfarsins, enda
höfðu þeir flestir fengið sams konar embættisþjálfun og starfsbræður
þeirra í Danmörku eða öðrum ríkjum Danakonungs. Æðsta valdið var á
þessum tíma hjá konungi og á stjómarskrifstofunum í Kaupmannahöfn,
og þaðan komu tilskipanir, sem valdsmönnum var boðið að framfylgja,
enda jafngiltu þær lögum. Landinu var stjómað með bréfum af erlend-
um mönnum, sem oft þekktu lítið eða ekkert til aðstæðna hér á landi og
höfðu jafnvel sumir aldrei hingað komið. Þar sem ákvæði laganna vom
á þessum tíma yfirleitt ströng, að mati okkar tíma, var umboðsmönnum
konungs og stjómar sá einn kostur nauðugur að víkja hvergi frá bókstaf
laganna og sýna enga linkind í embættisverkum sínum, þótt það kæmi
þungt niður á almenningi. Væru þeir uppvísir að því að vera með ein-
hver “undanbrögð”, eins og það var oft kallað, áttu þeir á hættu að
missa embætti sitt og eigur. Það kom líka ósjaldan fyrir, en oft fengu þó
þessir sömu menn uppreisn æru sinnar, eftir að stórnvöld eða dómstólar
höfðu fjallað um mál þeirra að nýju, því að oft gátu hinar réttarfarslegu
niðurstöður gjörbreytzt eftir því, hverjir fóru með völdin og persónuleg-
um duttlungum þeirra. Espólín segir um miðja 18. öld:
“Mjög var þá ordit margt á annan hátt í landi hér, en tídast var í 17 öld; hjátrú
mjög þverrud, afteknar brennur, ok linat í meinamálum öllum ok ödrum dauda-
sökum; en annarsvegar hafdi vid lagabreitíngu hafizt ágreiníngr mikill med yfir-
mönnum ok þrætugimi ok kapp, ok fóru sumir med mjög óforsjáliga”.16
Á þessum tíma hafði sá háttur lengi verið á hafður, að sýslumenn
leigðu sýslurnar og allt, sem þeim fylgdi, þar á meðal sakeyrinn, gegn
föstu árlegu afgjaldi til konungs. Af þessari skipan hlutu að leiða ýmsir
ókostir, t.d. það, að fégjömum valdsmönnum yrði starsýnna á sakarefni
hjá ríkum en fátækum og hinir auðugustu sætu fyrir sýsluembættum og
öðrum lénum konungs án tillits til hæfileika umsækjandans. Einnig
hafði hún í för með sér, að sýslumenn urðu að annast rekstur sakamála
og sjá um framfærslu sakamanna, á meðan stóð á málum þeirra. Það var
þeim því mikill hagur, að mál fengju sem skjótasta afgreiðslu og varð-
haldstíminn yrði sem stytztur. Engu að síður drógust mál oft óheyrilega
á langinn, jafnvel svo að árum skipti, án þess að úrslit fengjust í þeim.
Olli því aðallega seinagangur skriffinnskunnar, svo og stopular sam-
göngur innanlands og við Danmörku. Á hinn bóginn var gæzlu saka-
manna oftast mjög ábótavant, ekki var óalgengt, að þeir gengju lausir
og liðugir í varðhaldinu og væru jafnvel fullvinnandi í þágu viðkomandi