Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 53
MÚLAÞING
51
valdsmanna. Með slíkum endemum mátti segja, að allt stjómarfarið
væri.
Af því, sem hér hefur verið sagt, má því ljóst vera, að íslenzkir em-
bættismenn vom aðeins að framfylgja skipunum yfirboðara sinna, vald-
hafanna í Kaupmannahöfn, enda lifðu þeir í stöðugum ótta við embætt-
ismissi, ef þeir kappkostuðu ekki að gegna hinum ströngu fyrirmælum
þeirra. Sá embættismaður, sem komast vildi hjá aðfinnslum yfirboðara
sinna, var því harður í hom að taka, jafnvel út af hinum lítilfjörlegustu
yfirsjónum, sýndi enga vægð í dómum og gekk hart eftir tekjum kon-
ungs. Því þarf það ekki að koma á óvart, þótt valdsmenn hér á landi á
18. öld gerðust ekki margir til þess að framfylgja þeim réttarfarsanda,
sem sigldi í kjölfar upplýsingarstefnunnar, fyrr en eftir að stjómin fór
sjálf að beita sér fyrir því. Er þá átt við menn, sem vildu draga úr refs-
ingum við afbrotum, t.d. þjófnaði frömdum í hungursneyð eða gerðu sér
að öðru leyti glögga grein fyrir ókostum gildandi réttarfars.
Hans Wíum sýslumaður er þó sennilega undantekning að þessu leyti,
því að eins og fyrr segir virðist hann hafa verið einn af þeim fáu valds-
mönnum hér á landi um miðbik 18. aldar, sem ekki hafi hagað sér að
öllu leyti í samræmi við þann réttarfarsanda, sem lýst hefur verið hér að
framan.
III. Múlasýsla
Múlasýsla nefnist landsvæði það, sem takmarkast af Langanesi að
norðan, en Lónsheiði að sunnan, og var svo allt frá upphafi sýsluskipt-
ingarinnar. Allt frá árinu 1670 hefur Múlasýslu jafnan verið skipt í
fleira en eitt sýsluumdæmi, en áður fóru þar ýmist einn eða fleiri sýslu-
menn með völd hverju sinni.1 Síðasti sýslumaður í óskiptri Múlasýslu
var Þorsteinn Þorleifsson, sem fékk veitingu fyrir henni árið 1659 eftir
mág sinn, Gísla Magnússon.2 Sat Þorsteinn á Skriðuklaustri og fór með
völd í sýslunni fram til ársins 1670, er hann hafði lénaskipti við Jón
Þorláksson, klausturhaldara á Möðruvöllum, sem fékk Skriðuklaustur
og fjórtán af þingstöðum sýslunnar. Hins vegar áskildi Þorsteinn sér
sjálfum fjóra hina nyrztu og setti yfir þá sem umboðsmann sinn Martein
Rögnvaldsson.3 Arið 1685, er Jón Þorláksson afhenti Bessa Guðmunds-
syni frá Melrakkanesi sjö af þingstöðum sýslunnar, hófst þrískipting
Múlasýslu, og hélzt hún í nær því heila öld.4 Fyrst í stað hafði hver
sýslumaður sitt afmarkaða umdæmi, en ekki voru þeir þó ávallt jafn-
margir og umdæmin allan þann tíma, er þrískiptingin stóð. Var hún því