Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 54
52
MULAÞING
oftast aðeins í orði kveðnu. Þeir þingstaðir, sem fylgdu hverjum hluta,
og mörkin á milli þeirra voru sem hér segir: Nyrzti hlutinn náði frá
norðurtakmörkum sýslunnar (Langanesi) að Lagarfljóti. I þessum hluta
voru eftirtaldir fjórir þingstaðir: Skeggjastaðir á Langanesströndum, As-
brandsstaðir í Vopnafirði, við brúna á Jökulsá á Dal (Trébrúarþing) og á
Asi í Fellum.5 Þá tók við miðhlutinn svonefndur. Hann náði yfir Fljóts-
dalshérað austan Lagarfljóts og nyrztu firðina að (og með) Norðfirði. í
þessum hluta voru eftirtaldir þingstaðir, sjö talsins: Egilsstaðir á Völl-
um, Hjaltastaður í Utmannasveit, Desjarmýri í Borgarfirði, Klyppsstað-
ur í Loðmundarfirði, Dvergasteinn í Seyðisfirði, Brekka (eða Sveiná) í
Mjóafirði og Skorrastaður í Norðfirði. Syðsti hlutinn var svo allt þar
fyrir sunnan að takmörkum sýslunnar á Lónsheiði, auk þess sem hann
náði einnig yfir Fljótsdal og Skriðdal á Héraði. Honum tilheyrðu einnig
sjö þingstaðir, er voru þessir: Bessastaðir í Fljótsdal, Þingmúli í Skrið-
dal, Hólmar í Reyðarfirði, Kolfreyjustaður í Fáskrúðsfirði, Heydalir í
Breiðdal, Berunes við Berufjörð og Geithellar í Alftafirði.6
Þessi skipting hélzt aðeins um nokkur ár, því að árið 1702 afhenti Jón
Þorláksson Jóni syni sínum fjóra af þingstöðum sýsluhluta síns. Þar
með var Múlasýsla í rauninni orðin fjórskipt á milli jafnmargra sýslu-
manna, en sú skipan stóð þó heldur ekki lengi, því að Jón lézt árið 1707,
og fékk þá Bessi Guðmundsson veitingu fyrir öllum þingstöðunum. Jón
Þorláksson lézt árið 1712, en hafði árið áður afhent öðrum syni sínum,
Hallgrími, þá þrjá þingstaði, sem hann hélt þá enn eftir.7 Um svipað
leyti réð Bessi til sín sem lögsagnara Þorstein Sigurðsson, ættaðan úr
Dölum, sem einnig var veitt hálft umboð Slcriðuklaustursjarða ásamt
heimajörðinni,8 en árið 1718 afhenti Bessi að boði stjómarinnar Jens
nokkrum Wíum þennan sama helming Skriðuklausturs, jafnframt því
sem Jens fékk vonarbréf fyrir sýslunni eftir hann.9 Þorsteinn hafði þó
verið ráðinn aðstoðarmaður Bjöms Péturssonar sýslumanns í nyrzta
hlutanum nokkrum árum áður (1714) og fékk veitingu fyrir honum árið
1721, er Bjöm lét af embætti. Fluttist hann að Víðivöllum í Fljótsdal og
bjó þar til æviloka.10
Jens Wíum mun hafa verið fæddur um 1680 og var af dönsku foreldri.
Sagður var hann af tignum ættum kominn þar í landi.11 Ekki er mér full-
kunnugt um, hvaða ár Jens kom fyrst hingað til lands. Árið 1718 er
hann sagður nýorðinn undirkaupmaður við einokunarverzlunina í Stóru-
Breiðuvík við Reyðarfjörð. Hefur hann því sennilega komið hingað um
1715 og þá sennilega strax ráðizt til verzlunarinnar eða beinlínis komið
út í því augnamiði.12 í Breiðuvík hefur hann væntanlega kynnzt konu