Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 56
54
MULAÞING
Böm Ingibjargar og Jens voru fjögur, og hétu þau: Bóel, er átti að
fyrra manni Sigurð Eyjólfsson skrifara og meðreiðarmann Hans Wíums,
Elísabet, átti Guðmund Ingimundarson prest í Hofteigi, Guðný, giftist
Eiríki Jónssyni lögréttumanni í Gilsárteigi, Hans Wíum.22
IV. Æviferill
1. Æska og uppvöxtur
Hans Wíum er talinn fæddur um miðjan annan áratug 18. aldar, en
hvorki er þó vitað með vissu, hvaða dag eða ár hann fæddist. I manntal-
inu, sem fram fór 1762, er hann talinn 47 ára að aldri og er því fæddur
1714, eða þar um bil. Sömu ályktun má og draga af aldri Wíums árið
sem hann innritaðist í Hafnarháskóla.1 Að öllum líkindum hefur hann
því fæðzt eigi löngu eftir að faðir hans kom hingað til lands,2 og eftir
því, sem áður segir um Jens Wíum, verður að ætla, að Hans hafi fæðzt á
verzlunarstaðnum í Stóru-Breiðuvík. Þar hefur hann sennilega eytt sín-
um fyrstu æviárum, eða fram til ársins 1718, er hann fluttist þaðan með
foreldrum sínum að Skriðuklaustri, þar sem hann dvaldist síðan mestan
hluta ævinnar. Annars er allt á huldu um æsku hans og uppvöxt.
Ekki er ólíklegt að Hans hafi notið tilsagnar foreldra sinna í æsku,
sem bæði hafa vafalaust verið allvel fær um það. í móðurætt var Wíum
kominn af merkum ættum á Austurlandi, t.d. var amma hans, Sesselja,
dóttir Jóhanns Vilhjálmssonar “þýzka”, er talinn var afkomandi hinnar
kunnu Rantzau aðalsættar í Holstein. Hafði ein grein þessarar tignu ætt-
ar ílenzt hér á landi, sennilega í sambandi við verzlunarstaðinn í Vopna-
firði, en þar bjó Jóhann.3 Um föðurætt Hans er það að segja, að enda
þótt fátt sé vitað með vissu um skapgerð Jens Wíums og hæfileika, virð-
ist hann þó enginn aukvisi hafa verið, hvorki til líkama né sálar og son-
ur hans líkzt honum, a.m.k. að því leyti. Af þessu virðist augljóst, að
Hans Wíum hafi átt að margt voldugra skyldmenna, ekki aðeins á Aust-
urlandi, heldur einnig í Danmörku. Þarf varla að draga í efa, að það hef-
ur komið honum að margvíslegu gagni í lífinu, ekki sízt er hann stóð
sem höllustum fæti vegna málaferla sinna.