Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 57
MÚLAÞING
55
2. Námsferill
Enda þótt heimildir séu mjög ófullnægjandi um uppvöxt Hans
Wíums, virðist þó allt benda til þess, að hann hafi dvalizt í föðurhúsum
fram undir tvítugsaldur. Haustið 1733 er talið, að hann hafi komið í
Skálholtsskóla, en þar var þá skólameistari Jón Þorkelsson (Thorchillí-
us). Segir Hannes Þorsteinsson, að Hans hafi setzt í efra bekk skólans,4
og bendir það til óvenjugóðs undirbúnings, þar sem slrkt mun ekki hafa
verið algengt. Ekki fer miklum sögum af Wíum í Skálholti. Virðist hann
hafa unað þar vel hag sínum og fengið orð fyrir ágæta hæfileika og
góða framkomu í hvívetna, eins og sjá má af bréfi frá Jóni Amasyni þá-
verandi biskupi til Jens sýslumanns frá 13. apríl 1736. Þar segir hann
m.a., að Hans hafi “skikkað sér í allan máta vel” þar á staðnum og telur
hann hafa áunnið sér “góða geðsmuni” þeirra, sem hann hafi umgengizt,
en væntanlega muni hann þá verða laus við skólann og fá sitt “dimiss”
þá um vorið.5
Að afloknu námi í Skálholtsskóla vorið 1736 virðist Hans hafa gert
hlé á námsferli sínum í eitt ár. Hefur hann sennilega dvalizt hjá foreldr-
um sínum heima á Skriðuklaustri þann tíma, en um það skortir þó enn
heimildir. Hugur hans virðist þó hafa staðið til frekara náms og frama
erlendis, og haustið 1737 sigldi hann til Kaupmannahafnar og var
skráður í stúdentatölu við Hafnarháskóla 21. desember sama ár, þá tal-
inn 23 ára að aldri. Hans lagði stund á lögfræði og valdi sér þegar í upp-
hafi fyrir einka- og umsjónarkennara einn þekktasta vísindamann og
lagafrömuð í Danaveldi, Andreas Hojer, prófessor í lögum.6
Um þessar mundir voru sem fyrr segir nýjar hugmyndir í heimspeki
og vísindum byrjaðar að festa rætur meðal menntamanna víða í löndum
Evrópu, og voru nemendur við Hafnarháskóla þar að sjálfsögðu engin
undantekning. Má segja, að það hæfist þá þegar um aldamótin 1700, en
er kom fram um 1720 höfðu þessar skoðanir náð verulegri útbreiðslu,
jafnt meðal menntamanna sem utan raða þeirra.7 Andreas Hojer, sem
var einn aðalhvatamaðurinn að stofnun lagadeildarinnar dönsku árið
1732, hafði stundað nám við háskólann í Halle í Þýzkalandi og komizt
þar í kynni við kenningar upplýsingarstefnunnar af fyrirlestrum þýzka
heimspekingsins Christians Thomasinusar, sem var einn af frumherjum
stefnunnar þar í landi. Hojer, sem að sögn tók Thomasinus sér mjög til
fyrirmyndar, virðist hafa tileinkað sér þessar hugmyndir og orðið manna
fyrstur til að útbreiða þær meðal landa sinna. Margir af lærisveinum og
eftirkomendum hans við háskólann störfuðu einnig í sama anda, t.d.