Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 58
56
MÚLAÞING
Henrik Stampe, sem kunnur er vegna afskipta sinna af málefnum ís-
lendinga.8
Ekki eru mér kunnar neinar heimildir, sem geta um námsdvöl Hans
Wíums í Kaupmannahöfn, en vitað er, að hún varð ekki löng. Um or-
sökina til þess verður ekkert sagt með vissu, en hver sem hún hefur
raunverulega verið, er það a.m.k. staðreynd, að Wíum hélt aftur heim til
Islands um vorið eða sumarið 1738 eftir aðeins eins vetrar nám í lögum
við Hafnarháskóla, og að sjálfsögðu án þess að hafa lokið nokkru em-
bættisprófi í greininni.
Af framansögðu má samt sjá, að á þeim tíma, sem Hans dvaldist við
nám í Kaupmannahöfn, höfðu hugmyndir upplýsingarstefnunnar náð
allmikilli útbreiðslu í landinu, jafnt meðal lærðra sem ólærðra. Auk þess
hafði hann átt þess kost að hlýða á fyrirlestra eins af frumherjum stefn-
unnar þar í landi. Þess vegna væri það engan veginn óhugsandi, að þessi
vel gefni Islendingur hefði einnig orðið snortinn af þessum nýju við-
horfum og tileinkað sér þau að einhverju leyti, sjálfrátt eða ósjálfrátt,
og til þess megi að einhverju leyti rekja áður áminnsta sérstöðu hans
meðal samtímamanna sinna í embættisstétt. Slíka hugmynd er þó ekki
auðvelt að rökstyðja, einkanlega af þeirri ástæðu, að svo lítið liggur eftir
Wíum í rituðu máli, sem sýnir skoðanir hans og viðhorf til samtíðarinn-
ar. I annan stað má benda á, að slrkra áhrifa virðist ekki gæta að neinu
ráði hjá öðrum Islendingum, sem stunduðu nám í Höfn á svipuðum tíma
og Hans Wíum, og yrði þá að gera ráð fyrir, að hann hefði haft til að
bera meiri þroska og víðsýni en flestir landar hans á þeim tíma. Engu að
síður virðist Hans hafa verið með menntuðustu mönnum á sínum sam-
tíma, og má m.a. marka það af hinni frábæru kunnáttu hans á latneskri
tungu, sem birtist í næstum því öllum hans skrifum, jafnt í bundnu máli
sem óbundnu. Miðað við svo ágæta latínukunnáttu mætti ætla, að Wíum
hafi ekki síður verið vel að sér í öðrum greinum “húmaniskra” fræða,
ekki sízt, þar sem kunnugt er, að hann var skáldmæltur vel, og lögfróður
virðist hann hafa verið í betra lagi. Má því segja, að flest bendi til þess,
að Wíum hafi verið bæði gagnmenntaður og vel heima í vandamálum
líðandi stundar.
Lýsingum á Hans Wíum ber flestum saman um það, að hann hafi ver-
ið stór maður vexti, þrekvaxinn, harðger og óvílsamur, en nokkuð skap-
stór, manna bezt orðfær, en nokkuð drykkfelldur og þá mjög óstýrlátur.9
Reyndar þótti drykkjuskapur embættismanna ekki mikið tiltökumál hér
á landi á þessum tíma (sbr. áður sagt), enda vanalega látinn óátalinn af
yfirvöldunum, á meðan þeir gátu gegnt embættum sínum nokkum veg-