Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 62
60
MÚLAÞING
Auk þess taldi hann slíkt eftirboð brjóta í bága við tilskipun konungs frá
20. febrúar 1717, enda er þar líka skýrt tekið fram, að bjóðendur skuli
vera staddir á uppboðsstað og óheimilt sé að veita viðtöku hærri tilboð-
um, sem kunni að koma fram, eftir að eignin hafi verið slegin hæstbjóð-
anda.26
Þrátt fyrir hótanir amtmanns voru þó engar frekari aðgerðir hafðar í
frammi í þá átt að reyna að svipta Wíum fyrmefndum lénum, og lauk
því þessari deilu með fullkomnum sigri Wíums, enda þótt lagaheimildin
virtist vafasöm. Má sennilega þakka það dugnaði hans og ósveigjan-
leika, en jafnframt sýna þessi bakferli við að ná í umboð jarðanna ó-
venjulega dirfsku og áræðni gagnvart hinum æðstu stjómvöldum og
konungi. Engu að síður höfðu þessar deilur kostað Wíum óvináttu ým-
issa helztu embættismanna landsins, t.d. Lafrentz amtmanns, og sýnir
því þetta bragð, svo að ekki verður um villzt, að hann hefur engan veg-
inn vílað fyrir sér að bjóða yfirvöldunum birginn, ef því var að skipta.
Um svipað leyti og Wíum fékk veitingu stjómarinnar fyrir
Skriðuklaustri, gekk hann að eiga Guðrúnu, dóttur Ama lögréttumanns
Þórðarsonar á Amheiðarstöðum, er nefndur var hinn “auðgi”, en sam-
kvæmt manntalinu 1762 var ekki mikill aldursmunur með þeim.27 Engar
öruggar heimildir eru þó fyrir því, hvenær brúðkaup þeirra fór fram, en
margt bendir til þess, að það hafi verið fyrri hluta árs 1741, alla vega
var það um garð gengið í apríl eða maí vorið 1742, því að þá er Wíum
talinn kvæntur.28 Með þessu kvonfangi hefur Hans Wíum eflt mjög
efnahag sinn og aðstöðu í sveit sinni og sýslu, enda voru þeir Amheið-
arstaðafeðgar án efa með auðugustu mönnum landsins á sínum tíma.29
Gerðist Wíum nú líka með ríkustu og valdamestu mönnum á Austur-
landi, og fyrst í stað virðist hann einkum hafa lagt kapp á að eignast
sem flestar jarðir víðs vegar í fjórðungnum. Á alþingi 1744 lét hann lesa
upp kaupbréf fyrir alls fjórum bújörðum, sem hann hafði þá ýmist keypt
eða fengið með skiptum, og af því má ráða, að efnahagur hans hafi stað-
ið með miklum blóma um þær mundir.30
Framhaldið varð þó ekki með sama glæsibrag, því að ekki hafði
Wíum setið lengi í embætti í Múlasýslu, er til tíðinda tók að draga í
einkalífi hans og embættisrekstri, og upp frá því átti hann löngum í
málaferlum og harðskeyttum deilum við samtímamenn sína, enda átti
hann tíðum embætti sitt, æru og eignir að verja. Hófst þetta með síðara
blóðskammarmáli systkinanna Jóns og Sunnefu, er stóð yfir linnulítið á
árunum 1741-1758, og olli Wíum miklum óþægindum og álitshnekki,
eins og síðar verður getið.