Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 65
MÚLAÞING
63
ingu brúar yfir Jökulsá á Dal hjá Fossvöllum, sem tilheyrði nyrzta hlut-
anum. Lagðist Wíum gegn því og taldi gagnsemi brúarinnar það litla,
einkum fyrir íbúa sinnar sýslu, að vafasamt væri að leggja út í svo mik-
inn kostnað.43 Þessari deilu lauk þó þannig, að brúin var endurbyggð
árið 1783, þrátt fyrir andstöðu Wíums.44 Síðasta deilan, sem vitað er
um, að þeir háðu sín á milli, en jafnframt sú alvarlegasta, spratt út af
sjóði (aukaskattinum svonefnda), er varið skyldi til viðreisnar eyðijörð-
um og fátækum bændum í norðurhluta Múlasýslu, er flosnað höfðu upp
í hallærunum miklu á árunum 1751-57. Árið 1767 kærði Wíum það til
stjómarinnar, að Pétur hefði notað þessa fjármuni sjálfum sér til hagn-
aðar og gaf honum ennfremur að sök að hafa stundað ólöglega verzlun.
Ritaði stjómin þáverandi amtmanni, Olafi Stephensen, um þetta mál og
bauð honum að láta rannsaka það. Heimtaði amtmaður síðan skýrslur
frá málsaðiljum, en áður en þær höfðu borizt honum í hendur, ritaði
hann stjórninni aftur (3. ágúst 1768) um málið. Kvaðst hann álíta þessa
ákæru Wíums á hendur Pétri róg (“en Calumnie”), a.m.k. á meðan að
ekki hefðu komið fram öruggar sannanir fyrir henni, enda sé það á allra
vitorði, að Wíum hafi í mörg ár verið ofsóknarmaður (“Efterstræber”)
Péturs, sem sé þó þekktur fyrir að vera injög heiðarlegur maður, enda
almennt talinn einn hinna “fomemste” sýslumanna á öllu landinu.45
Ekki virðist þessu máli hafa verið hreyft neitt eftir þetta.
Enginn vafi er á því, að talsvert hefur þótt til Hans Wíums koma, bæði
sem persónuleika og embættismanns, og hann verið talinn í röð höfð-
inglegustu og bezt menntu sýslumanna landsins um sína daga. Skal hér
getið örfárra atriða, sem benda í þá átt. Eftir að Wíum var vikið frá
embætti um stundarsakir árið 1754, hefur hann sótt um að verða ráðs-
maður á Hólum. Enda þótt umsókn Wíums sé nú ekki lengur varðveitt,
er samt til umsögn Gísla biskups Magnússonar um hana til konungs, rit-
uð í Kaupmannahöfn árið 1755. Segir þar m.a.:
“at Sollicitanten forrige Sysselmand Hans Wium er en i blandt dem som
kunde ansees for de brugeligste og beqvemmiste i Island til at forestaae samme
Oeconomie i Henseende til hands Forstand og Formue”.
Kvaðst hann því vænta velvilja konungs til þessarar umsóknar.46
Aldrei varð þó neitt af því, að Wíum tæki við þessu starfi, enda mun
ekki hafa verið eftir miklu að slægjast í því á þessum tíma.
Einkanlega virðist þó traust manna á Wíum hafa aukizt, eftir að úr-
skurður hæstaréttar í máli hans gegn Sunnefu Jónsdóttur féll árið 1756.