Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 66
64
MÚLAÞING
Má sjá það m.a. af því, að á næstu árum var hann skipaður til þátttöku í
ýmsum málum, sem hlutu annars að vera honum alveg óviðkomandi. A
alþingi árið 1758 var hann t.d. skipaður verjandi í málum tveggja sak-
bominga úr Barðastrandarsýslu, og flutti hann vöm þeirra af skörungs-
skap, eins og síðar mun getið.47 Þá var hann árið 1762 skipaður í dóm-
nefnd (“commissorium”) ásamt Jóni Ólafssyni varalögmanni í máli,
sem erfingjar Halldórs Jónssonar biskups ætluðu að höfða gegn Magn-
úsi amtmanni út af skiptum á dánarbúi biskups. Árið eftir neitaði Wíum
samt að taka þátt í þessari dómnefnd.48 Samkvæmt umsókn Wíums til
stjómarinnar var Jón Arnórsson, ættaður úr Borgarfirði, skipaður lög-
sagnari Wíums með vonarbréfi fyrir sýslunni eftir hann 16. maí 1769.
Jafnframt var gerð gangskör að því að koma á jafnari skiptingu sýslu-
hlutanna, sem verið hafði eitt aðalbaráttumál Péturs Þorsteinssonar, og
því var kveðið svo á, að Múlasýslu allri skyldi skipt í tvo jafna hluta á
milli Jóns og sýslumannsins í nyrzta hlutanum, þegar Wíum annaðhvort
létist eða léti af embætti.49 Fljótt dró til ósamkomulags með þeim
Wíum, er gekk að lokum svo langt, að 9. febrúar 1774 bannaði Wíum
Jóni að gegna embættisverkum í sýslunni. Eftir að konungur og stift-
amtmaður höfðu skorizt í málið, sættust þeir Jón að kalla og gerðu með
sér samning um skiptingu verka og tekna hinn 23. maí 1775, en ekki
lauk þó þessum deilum þeirra að fullu fyrr en árið eftir.50
Eftir að deilum Wíums við Jón Amórsson lauk, er þess ekki getið, að
hann ætti í neinum verulegum útistöðum við samtímamenn sína, enda
átti hann þá skammt eftir veru sinnar sem sýslumaður í Múlasýslu.
4. Ævilok
Árið 1778 sótti Hans Wíum um lausn frá embætti, og var honum veitt
það með fimmtíu ríkisdala árlegum eftirlaunum. Sama ár fékk Jón Am-
órsson veitingu fyrir Snæfellsnessýslu, en í hans stað var skipaður
sýslumaður í Múlasýslu (2. apríl 1778) Þorlákur Magnússon ísfjörð.
Jafnframt var komið á núverandi tvískiptingu Múlasýslu með konungs-
tilskipun 29. marz 1779.51
Wíum var kominn á efri ár, er hann lét af embætti. Hann virðist þó
enn hafa verið við allgóða heilsu, enda átti hann langt eftir ólifað. Hann
lézt 30. apríl 1788, og lauk þar með ævi þessa stórbrotna embættis-
manns, sem svo mikill styr hafði staðið um í lifanda lífi.52 Wíum bjó á
Skriðuklaustri allt til dauðadags, og þar var hann einnig jarðsettur. Hann
var sem fyrr segir kvæntur Guðrúnu Ámadóttur frá Amheiðarstöðum og