Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 70
68
MÚLAÞING
gekkst við faðemi barnsins, er hét Erlendur Jónsson. En að fjórum dögum liðn-
um afsalaði hann sér bamið og bauðst til að sverja fyrir þess móður. Þá kenndi
hún það Jóni, bróður sínum, og voru þau so færð til sýslumanns Jens Wium”.3
Höfundur annálsins, séra Halldór Gíslason á Desjarmýri (f. 1718), var
sonur Gísla prests, þess er áður var nefndur, og auk þess búsettur í sömu
sveit og systkinin. Þar af leiðandi hlaut hann að vera þaulkunnugur öll-
um málavöxtum, og verður því frásögn hans vart dregin í efa.4
Um ættemi systkinanna, Jóns og Sunnefu, er annars allt á huldu, og
mun því ekki gerð tilraun til þess að rekja það hér. Það er athyglisvert,
að séra Einar Jónsson á Hofi getur þeirra ekki í riti sínu um ættir Aust-
firðinga, enda þótt fjallað sé um margt samtímafólk þeirra í því byggð-
arlagi. Sögusagnir herma, að þau hafi verið stjúpböm Jóns nokkurs, sem
bjó þá í Geitavík, og verður það ekki vefengt, því að kunnugt er, að árið
1734 bjó í Geitavík maður að nafni Jón Guðmundsson, en að öðm leyti
verður ekki rakin ætt systkinanna né heldur nánustu aðstandenda
þeirra.5
Af heimildum má ráða, að þau hafi bæði verið hin mannvænlegustu
og allvel mennt, eftir því sem þá gerðist meðal almennings. Til er stutt-
orð lýsing á þeim, sem Gísli Konráðsson kveðst hafa ritað niður eftir
frásögn Teits Sigfússonar, sem sá þau í lifanda lífi.6 Samkvæmt lýsingu
hans var Sunnefa svört á brún og brá, langleit og fölleit, en sómdi sér
vel. Einnig var hún að hans sögn “handvirðukona mikil” og Jón taldi
hann einnig “vel á sig kominn að jöfnum aldri”.7
Nú mun það hafa tíðkazt á öllum tímum að bjarga við slíkum málum
með röngu faðemi, og sjálfsagt hefur átt að grípa til þess ráðs einnig hér
með því að kenna fyrmefndum Erlendi bamið. Verður það ekki vefengt,
því að við rannsókn málsins síðar upplýsti Wíum, að Sunnefa hefði log-
ið faðemi bamsins upp á Erlend þennan alsaklausan, svo sem alkunnugt
væri í Múlasýslu. Hún hafi þó síðar fallið frá því, aðallega fyrir guðleg-
ar áminningar og fortölur sóknarprests síns.8 Það, sem gerzt hefur, er
því sennilega það, að sannleikurinn í málinu hefur með einhverjum
hætti borist til eyma sóknarprestsins, en hann hefur síðan talað um fyrir
Sunnefu og fengið hana til þess að falla frá því að lýsa Erlend bamsföð-
ur sinn. Lýsti hún þá, sem fyrr segir, Jón bróður sinn föður bamsins, og
hefur hann sennilega gengizt við því þá þegar. Eftir að sú játning var
fengin, var ekki um að ræða neina undankomuleið fyrir þau að sleppa
við refsingu. Tók Jens Wíum, þáverandi sýslumaður í miðhluta Múla-
sýslu, þau í gæzluvarðhald, og lét hann taka þingvitni um ásigkomulag