Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 74
72
MÚLAÞING
komizt. Að sögn gæzlumannsins Jóns voru fengnar tvær yfirsetukonur
til Sunnefu og reyndu þau öll og sitt í hverju lagi að spyrja hana um fað-
emi bamsins, en hún harðneitaði að láta það uppi og sagði, að það kæmi
þeim ekki við. Séra Stefán Pálsson, sem þá var prestur í Vallanesi, upp-
lýsti síðar, að hann hefði skírt bamið í Ketilsstaðakirkju í síðustu viku
fyrir jól. Aður kvaðst hann þó hafa fyrirskipað ljósmóðurinni að kalla til
tvo ærlega menn til þess að yfirheyra með sér Sunnefu um faðemi þess.
Hins vegar hefðu þau, sem komið hefðu með bamið til skímar, sagt, að
svar Sunnefu við spumingu þeirra hefði verið: “Eg segi ykkur það ekki í
þetta sinn.” 20 Mun það hafa verið látið gott heita og bamið skírt með
venjulegum hætti. Af þessu má sjá, að Sunnefu hefur verið mjög um-
hugað um, að ekkert yrði látið uppi um faðemi bams hennar, a.m.k að
svo stöddu. Ekki er þó auðvelt að gera sér grein fyrir því, hver tilgangur
hennar með því hefur verið, þar sem það hlaut að verða að opinberast
fyrr eða síðar. Sjálfur kvaðst Wíum ekkert hafa frétt um fæðingu þessa
bams fyrr en eftir áramót 1742, og um þær mundir hafi hann verið
“mjög stórlega veikur”, allt fram undir sumarmál, sennilega í bólusótt,
er gekk þennan vetur á Austurlandi.21 Því hafi hann ekki haft tök á að
yfirheyra hana um faðemi barnsins fyrr en í lok aprílmánaðar (eftir
sumarmál), er hann gerði sér loks ferð á hendur til Egilsstaða í þessu
skyni. Voru þá liðnir a.m.k. fjórir mánuðir frá fæðingu bamsins, en all-
an þann tíma hafði Sunnefa aldrei viljað upplýsa faðemi þess.22 Um
það, sem fór fram við þessa yfirheyrslu, er annars fátt kunnugt annað en
það, sem þau báru síðar fyrir rétti, Sunnefa og tvö af þeim vitnum, sem
verið höfðu viðstödd hana. Þá var reyndar orðið nokkuð langt um liðið,
og er því tæpast mjög mikið leggjandi upp úr framburði þeirra, einkum
Sunnefu. Allar líkur benda þó til þess, að við þetta tækifæri hafi Sunn-
efa fallizt á að lýsa Jón bróður sinn föður þessa bams, og töldu vitnin,
að þeim hefði ekki skilizt betur en hún gengist við því sjálfviljug og ó-
þvinguð. Að þessu loknu fór Hans aftur heim í Skriðuklaustur og yfir-
heyrði Jón bróður hennar á sama hátt. Skýrði hann honum frá því, að
Sunnefa hefði að nýju lýst hann bamsföður sinn, og mun Jón hafa geng-
izt við því, þó með nokkrum semingi, að því er hann sjálfur sagði. Við
þessa yfirheyrslu voru, að sögn Jóns, viðstaddar tvær konur, þar af var
önnur eiginkona Wíums,23 og er því allt í enn meiri óvissu um framburð
hans en Sunnefu. Af þessu má sjá, að litlar ályktanir verða dregnar af
framburði systkinanna við þessar yfirheyrslur. Það verður tæpast sagt
um það með vissu, hvað hefur í raun og vem farið á milli þeirra og
Wíums fyrir utan það, að svo virðist sem fengizt hafi játning þeirra