Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 75
MÚLAÞING
73
beggja á nýju blóðskammarbroti eða a.m.k. samkomulag um samhljóða
framburð fyrir héraðsrétti.
Eftir að sú játning systkinanna var fengin, hlaut málið að ganga sinn
lagalega gang, og tók Wíum það fyrir á héraðsþingi á Bessastöðum 30.
júní 1742. Er hann hafði tilnefnt hina átta lögboðnu meðdómsmenn til
þess að sitja með sér réttinn, voru systkinin kölluð fyrir. Játuðu þau því
sjálfviljug að hafa að nýju drýgt blóðskömm sín á milli, og kváðust ekk-
ert hafa fram að færa sér til afsökunar gegn þessu broti annað en fávizku
sína. Dómsniðurstaða Wíums hljóðaði á þá leið, að systkinin skyldu
bæði missa lífið fyrir endurtekið blóðskammarbrot sitt, sem þau hefðu
viðurkennt þar fyrir réttinum frjáls og óhindruð. Skyldi hann hálshöggv-
inn, en henni drekkt. Var þessi dauðadómur að sjálfsögðu sem hinn
fyrri samkvæmt “Stóradómi” að viðbættum tveimur greinum norsku
laga Kristjáns fimmta. Þegar dómurinn hafði verið lesinn upp fyrir sak-
bomingunum, voru þau spurð, hvort þau vildu mæta óstefnd fyrir lög-
réttunni, hvenær sem tækifæri gæfist til þess að flytja þau þangað, og
játuðu þau því einnig. Undir dóminn höfðu ritað nöfn sín (eða verið rit-
uð) sem meðdómendur eftirtaldir átta menn auk sýslumanns: Bjöm
Ingimundarson, Þorsteinn Jónsson, Einar Þorvarðarson, Ivar Arnason,
Ami Þorvarðarson, Ömólfur Magnússon, Jón Jónsson og Sigurður
Brynjólfsson.24 Fljótt á litið virtist því þessi dómur á allan hátt ágalla-
laus og samkvæmt þágildandi lögum. Hin tilskilda tala meðdómsmanna
var fyrir hendi og dómurinn byggður, að því er virtist, á eigin játningu
beggja sakbominganna. Engu að síður varð hann síðar eitt af aðalá-
kæruatriðunum í málinu gegn Wíum, einkanlega þátttaka meðdóms-
mannanna í honum, eins og greint mun verða.
Dauðadómamir voru nú orðnir tveir, sem hvíldu á systkinunum og
skyldu þeir báðir, jafnt hinn fyrri sem síðari, leiddir til lykta á alþingi
sumarið 1742 eða við fyrstu hentugleika. Virðist Wíum hafa viljað
stuðla að því, að héraðsdómur hans gæti orðið samferða hinum fyrri
með því að fá sakbomingana til þess að koma fyrir lögréttuna óstefnd.
Hins vegar urðu utanaðkomandi orsakir til þess, að ekki varð af því
sumarið 1742, eins og til var ætlazt.
Veturinn 1741-42 var hinn harðasti með miklum peningsfelli, einkum
á Austurlandi. Féllu þá m.a. flestöll hross í Múlasýslu, og urðu afleið-
ingar þess þær, að þaðan komu hvorki lögréttumenn né sýslumenn til al-
þingis sumarið eftir. í Grímsstaðaannál segir, að Hans Wíum hafi orðið
að reka sýsluna gangandi um vorið. Hafi hann falað hesta til alþingis-
ferðar á sérhverjum þingstað, en engan fengið.25 Sé þetta rétt, virðist