Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 76
74
MÚLAÞING
honum hafa verið talsvert umhugað um að fara til alþingis, enda hvíldi á
honum stefna vegna fyrra bameignarmáls systkinanna. Hins vegar má
segja, að hann hafi haft löglega afsökun fyrir því að sitja heima. A al-
þingi um sumarið (1742) var hann (c: Wíum) upphrópaður þrisvar á-
samt sakbomingunum tveimur, en ekkert þeirra var þar til staðar.26 Var
því ekki um annan kost að velja en fresta eldra málinu enn um eitt ár (til
alþingis 1743), enda hafa ástæðumar fyrir fjarveru málsaðilja vafalaust
verið öllum kunnar og við engan að sakast. Fregnir höfðu þá þegar bor-
izt til alþingis um dauðadóm Wíums yfir systkinunum frá því um vorið,
því að í lok alþingis gaf Magnús lögmaður út réttarstefnu til Hans
Wíums og meðdómsmanna hans, þar sem þeim var stefnt fyrir lögrétt-
una á næsta ári til þess að verja fyrrnefndan dóm sinn. Systkinunum var
einnig stefnt þangað með sömu stefnu.27
Einhvem tíma snemma árs 1743 gerði Jón Jónsson tilraun til þess að
strjúka úr varðhaldinu á Skriðuklaustri. A flóttanum kom hann í Hall-
ormsstað og var þar kyrrsettur af sóknarprestinum, séra Magnúsi Guð-
mundssyni, sem taldi hann á að fara aftur til Skriðuklausturs (“yfirtal-
aði”) og flutti hann sjálfur þangað.28 Tæplega verða þó dregnar nokkrar
ályktanir af þessari strokutilraun um sekt Jóns eða sakleysi. Er líklegast,
að með þessu hafi hann aðeins viljað gera tilraun til þess að sleppa við
yfirvofandi alþingisferð sumarið eftir og það, sem hann gat átt þar í
vændum.
Er kom til alþingis 1743 var Wíum þar hvergi nálægur, enda þótt hon-
um hefði verið stefnt þangað tvívegis, og þess sést hvergi getið, að hann
hafi boðað forföll eða tilkynnt, hvað hafi hindrað hann frá alþingisferð í
þetta skipti. Hins vegar hafði hann sent þangað “þénara” sinn, Sigurð
Eyjólfsson, sem umboðsmann sinn og með honum sakbomingana, Jón
og Sunnefu. Einnig hafði hann (c: Sigurður) meðferðis öll gögn, sem
vörðuðu mál þeirra í héraði, þar á meðal dauðadómana tvo, bæði hinn
fyrri og síðari, og auk þess tíu ríkisdali í peningum, sem greiðslu vegna
aftöku systkinanna. Fjarvera Wíums á þessu þingi hlýtur óneitanlega að
vekja nokkra eftirtekt. Mál systkinanna voru fyrst tekin fyrir í lögrétt-
unni hinn 16. júlí að þeim viðstöddum ásamt Sigurði Stefánssyni sýslu-
manni, sem Lafrentz amtmaður hafði skipað verjanda þeirra deginum
áður.
Nú gerðist það hins vegar við þessi réttarhöld, sem óvenjulegt verður
að teljast, að yngra bameignarmálið (dómur Hans Wíums) var fyrst tek-
ið fyrir í stað hins eldra, gagnstætt því sem við hefði mátt búast, því
venja er, að slík mál séu tekin fyrir í réttri aldursröð. Fór Wíum fram á,