Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 77
MÚLAÞING
75
að sök þessara sakborninga væri til lykta leidd, þar sem þau hafi enn á
ný orðið uppvís að því að hafa drýgt blóðskömm sín á milli samkvæmt
eigin játningu. Því til sönnunar skírskotaði hann til staðfests afrits (“-
Dooms-Copie") héraðsdóms síns frá 30. júní 1742, sem lagt var fram í
réttinum. Verjandinn krafðist hins vegar, að dómurinn yrði ekki stað-
festur, aðallega á þeim forsendum, að hinir stefndu meðdómsmenn
Wíums séu ekki mættir fyrir réttinum og öll gögn varðandi meðferð
málsins í héraði séu ekki lögð hér fram fyrir utan einasta afrit héraðs-
dómsins sjálfs (“Dooms-Slutningar Copie”). Fór hann því fram á, að
málinu væri frestað, þar til allt, sem að sökinni lyti, væri komið fram og
undirbúið á löglegan hátt, en Wíum sektaður fyrir ólöglegar aðgerðir í
málinu.29 Um þessi rök verjandans er það að segja, að það virðist alls
ekki hafa tíðkazt alltaf, að meðdómsmenn sýslumanna í héraði fylgdu
dómunum eftir til alþingis, þótt lög kunni e.t.v. að hafa mælt svo fyrir.
Því til sönnunar má benda á, að engir af meðdómsmönnum Jens Wíums
virðast hafa verið viðstaddir, er héraðsdómur hans var staðfestur daginn
eftir og var þó látið kyrrt liggja. Hins vegar mun það hafa tíðkazt, að
þingvitnin gæfu sýslumönnum fullt umboð sitt (“fullmagt”) til þess að
flytja málið fyrir æðra dómstóli, en þess er ekki getið í sambandi við
hvorugt fyrrgreindra mála. Síðara kæruatriðið hefur e.t.v. verið eitthvað
þyngra á metunum, enda hefur það sennilega brotið í bága við þágild-
andi lög, og um það hefði Wíum átt að vera kunnugt. Ekki er þó þar
með sagt, að slíkt hafi ekki getað átt sér fjölmargar hliðstæður á þeim
tíma. Vera má, að verjandinn hafi einmitt reynt að færa sér þessi annars
tiltölulega smávægilegu formsatriði héraðsdómsins í nyt í því skyni að
fá málinu frestað, af þeirri ástæðu, að dómarinn sjálfur, Hans Wíum, var
ekki viðstaddur til að svara til saka.
Enn gerðist einkennilegt atvik í sambandi við meðferð þessa máls á
alþingi. í stað þess að staðfesta dóminn, eins og hann var fyrir lagður,
eða verða við kröfu verjandans um frestun málsins, þar til allt væri lög-
lega undirbúið, tók lögréttan nú að sér það hlutverk að gerast rannsókn-
arréttur í málinu. Daginn eftir (17. júlí) voru systkinin aftur kölluð fyrir
lögréttuna ásamt verjanda sínum og yfirheyrð, án þess að nokkuð sé
getið um, hvað gefið hafi tilefni til þeirrar yfirheyrslu. Spurningu réttar-
ins um yfirheyrslu Wíums fyrir héraðsréttinum svaraði Jón Jónsson á þá
leið,
“Ad hann hefde vered ad þvi spurdur, hvprt hann stæde vid sijna fyrre Med-
kienningu. 2. Hvpr su Medkienning vered hefde? Svarar: Ad Syslumadur Hans
Vium hefde sagt sier, ad Syster hanns Sunnefa hefde ad niju lijst hann Fpdur ad