Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 79
múlaþing
77
ræddu máli frágenginn eftir laganna fyrirmælum, heldur einungis með
sinni hendi og “Forsiglingu”. Auk þess hafi báðir sakborningamir neit-
að því þar fyrir réttinum að hafa haft nokkurt holdlegt samræði eftir að
þeirra fyrri blóðskömm varð opinber árið 1739, heldur hafi hún fyrir
“heimuglegar” fortölur Wíums lýst þessu broti upp á bróður sinn fyrir
héraðsréttinum, hinu sama og hún fyrir þessum rétti lýsi upp á Wíum
sýslumann sjálfan. Sé því ekki hægt að taka málið til endanlegs dóms á
þessu alþingi, heldur skuli því vísað frá, þar til lögleg rannsókn hafi far-
ið fram viðvíkjandi þessari ákæru Sunnefu á hendur Wíum, og verði því
þá stefnt fyrir endanlegum dóm að nýju. A meðan skuli sakbomingamir
haldnir í “tilbærelegu Fangelse” á kostnað Wíums, annaðhvort hjá hon-
um sjálfum eða þeim, sem amtmaður skipi til þess. En fyrir hinn ólög-
lega dómsútdrátt (“Dooms Extradition”) sinn í málinu, skuli Wíum gert
að greiða sex ríkisdali til spítalans á Hörgslandi.31 Strax og þessi úr-
skurður hafði verið kveðinn upp í áheym málsaðilja, var eldra blóð-
skammarmál systkinanna tekið fyrir í lögréttunni, og var Sigurður Eyj-
ólfsson þar fyrir hönd Wíums. Lagði hann fram í réttinum öll gögn
varðandi það mál í héraði, þar á meðal dauðadóm Jens Wíums frá 20.
apríl 1740. Játuðu systkinin það allt satt sem stæði í “Saal. Viums Hi-
erads Protocoll” um mál þeirra og gengust fúslega við þessu blóð-
skammarbroti. Sigurður Stefánsson, sem einnig virðist hafa verið verj-
andi þeirra í þessu máli, fór fram á, að sökinni væri skotið til úrskurðar
konungs. Að því loknu var dómur kveðinn upp, og voru þau bæði um-
svifalaust dæmd til dauða samkvæmt “Stóradómi”. Skyldi Jón “Hals-
hóggvast” með öxi, en Sunnefa “i Vatne dreckiast”. Var sýslumannin-
um í mið-hluta Múlasýslu (c: Hans Wíum) boðið að fullnægja þessum
dómi, svo sem lög mæltu fyrir. Síðan segir í dómsniðurstöðunni:
“Enn þar sem med Þijng-Vitne, teknu, 1739. 2. Novembr. og Kyrkiu-Bokenne
a Desiar-Mijre, bevijsad er, ad Sunnefa hafe vered a unga Alldre, og ei Elldre
enn 16 Aara, enn hennar Broder 14. Aara, þa þaug þesse Stoor-Glæpur hendte,
°g þa bæde Vanvitug þa skal þeirra S0k Allraunderdanugast refererast Hans
Majest. þad fyrsta skie kann, og a medann ... skulu þaug haldast sem Faangar
greinds Syslumanns, og ei afhendast til Lijflaats i Bpdulsens Hendur.”32
Ekki er því að leyna, að mál þetta virðist hafa fengið nokkuð aðra
meðferð fyrir lögréttunni en síðara blóðskammarmál systkinanna, sem
tekið var fyrir næst á undan því. Til dæmis virðist engin athugasemd
hafa verið gerð við það, að engir meðdómsmanna Jens voru þama við-
staddir, þótt það væri gert í hinu málinu. Ekki verður annað séð en að
dómurinn hafi verið staðfestur orðalaust og án mótmæla. Engin skýring