Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 80
78
MÚLAÞING
var heldur gefin á því, hvers vegna eðlilegri röð málanna fyrir dóm-
stólnum var snúið við, og hlýtur það að vekja nokkra athygli.
Að sjálfsögðu er að svo komnu máli engin leið að skera úr um það,
hvort ákæra Sunnefu á hendur Wíum á alþingi hafi átt við nokkur rök
að styðjast, eða hver hafi verið ástæðan fyrir hinum breytta framburði
hennar þar. Hér getur margt komið til greina, og mun hér bent á nokkur
atriði, sem vert þykir að vekja athygli á í þessu sambandi. í fyrsta lagi,
hversu einstakt það hefði verið, ef óbreytt sakakona hefði farið að lýsa
jafnalvarlegri sök á hendur sýslumanni alveg að ósekju og án nokkurs
sérstaks tilefnis. Slíks munu varla mörg dæmi í allri réttarfarssögunni.
Af þeirri ástæðu væri eðlilegast að álíta, að Wíum hafi átt eitthvað vin-
gott við Sunnefu í varðhaldinu, og því hafi hún leyft sér að bera honum
á brýn slíkar ávirðingar. Það er að sjálfsögðu engan veginn útilokað, en
þarf þó engan veginn að tákna það, að Jón bróðir hennar hafi ekki getað
verið sekur og þau bæði verið sér þess fyllilega meðvitandi. Hinn
breytilegi framburður þeirra beggja á meðan á málinu stóð, einkanlega
Jóns, verður líka bezt skýrður út frá þessu sjónarmiði. Það er þó alls
ekki óhugsandi, að systkinin hafi sjálf gripið til þessa örþrifaráðs, er þau
voru komi til alþingis og áttu yfir sér vísan dauðadóm vegna tveggja
bameigna í blóðskömm. Má jafnvel láta sér detta í hug, að einhverjir af
andstæðingum og öfundarmönnum Wíums hafi um leið séð sér leik á
borði að hnekkja embættisheiðri hans og mannorði og hvatt systkinin til
þess að halda fast við þennan framburð fyrir lögréttunni og heitið þeim
fulltingi sínu. Ekki þarf að draga í efa, að Wíum átti á þessum tíma orð-
ið marga óvildarmenn, og þeirra á meðal vom ýmsir af æðstu embættis-
mönnum landsins. Til dæmis má benda á, að einn æðsti maður alþingis,
Lafrentz amtmaður, hafði komizt í opinbera andstöðu við Wíum tveim-
ur árum áður út af umboði klausturjarðanna, enda sýna hin skjótu við-
brögð hans í málinu strax í lok alþingis, að honum hefur verið mál þetta
mjög hugleikið. Fleiri hafa vafalaust séð ofsjónum yfir uppgangi
Wíums og auðlegð á þessum árum, og hafi þeir allir lagt sinn skerf af
mörkum, er ekki að efa, að það hefði getað ráðið miklu á alþingi, ekki
sízt þar sem Wíum var ekki sjálfur viðstaddur til að svara til saka gegn
þessum orðrómi. Hér er að vísu aðeins um tilgátu eina að ræða, en
hugsanlega gæti þó hin óvenjulega meðferð hinna tveggja bameignar-
mála Sunnefu fyrir lögréttunni staðið í einhverju sambandi við þetta.
Ekkert er ólíklegt, að eðlilegri röð málanna hafi verið snúið við einmitt í
því skyni, að hægt væri að yfirheyra systkinin, áður en dæmt væri í
eldra málinu, til þess að ekki þyrfti að byggja ákæruna á framburði sak-