Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 82
80
MÚLAÞING
því þrátt fyrir ótrauðan vilja og íhlutan æðstu manna landsins. Má segja,
að nú hæfist hið eiginlega Sunnefumál, sem stóð yfir í hálfan annan ára-
tug, enda var nær ekkert aðhafzt við rannsókn þess á árunum 1743-51.
Þó þykir rétt að rekja hér í aðalatriðum sögu málsins á því tímabili, þar
sem allar tilraunir yfirvaldanna til þess að láta rannsaka það og undan-
brögð og afsakanir þeirra, sem til þess voru skipaðir, kunna að varpa
skýrara ljósi á gang þess í heild.
Tilskipanir Lafrentz voru í fyrsta lagi til Þorsteins Sigurðssonar sýslu-
manns um að vera setudómari í máli, sem höfða ætti gegn Wíum, vegna
ákæru Sunnefu á hendur honum á yfirstandandi alþingi.37 I öðru lagi
skipaði hann Sigurð Stefánsson sýslumann saksóknara í þessu sama
máli. Skyldi hann sjá um að stefna málinu til alþingis árið eftir (1744)
og hafa þá lokið rannsókn þess í héraði. Ennfremur fyrirskipaði hann
Sigurði að halda Jón Jónsson sakamann í tryggilegu varðhaldi á kostnað
Wíums, á meðan rannsókn málsins stæði yfir.38 I þriðja lagi skipaði
hann svo fyrir, að Sunnefa skyldi flutt frá Þingvöllum til Jóns Hjaltalíns
Oddssonar sýslumanns í Gullbringusýslu, sem var alvarlega fyrirskipað
að veita henni viðtöku og halda sem hverja aðra sakakonu á Wíums
kostnað, þar til mál hennar væri útkljáð.39 Ekki mun Lafrentz hafa þótt
nóg að gert með þessum tilskipunum. Tveimur dögum síðar ritaði hann
Þorsteini Sigurðssyni bréf og fól honum að krefja Wíum svars um það,
hvort hann játaði eða neitaði lýsingu “Stórbrotakonunnar” Sunnefu
Jónsdóttur, til þess að hann gæti samkvæmt skipun tilkynnt það Sigurði
Stefánssyni. Þessari spumingu svaraði Wíum í bréfi samdægurs og
kvaðst ekki einasta þvemeita bamsfaðemislýsingu Sunnefu, heldur
einnig allri syndsamlegri umgengni við hana, og kvaðst auk þess reiðu-
búinn að hreinsa sig af þessum óhróðri með eiði.40 Ekki virðist Þor-
steinn hafa aðhafzt fleira í málinu í það sinn, en þar sem á þessum tíma
virðist enginn grunur hafa verið farinn að falla á héraðsdóm Wíums, var
ekkert annað til að byggja ákæru á hendur honum en framburður Sunn-
efu. Allar líkur benda þó til þess, að málatilbúnaður byggður á slíkri
forsendu hafi verið mjög hæpinn, því varla hefur þurft annað en mót-
mæli Wíums til þess að koma í veg fyrir, að mál, eingöngu byggt á á-
kæru sakbomings, væri höfðað gegn honum, eins og síðar kom berlega í
ljós. Þetta hafa þeir Þorsteinn og Sigurður Stefánsson sennilega gert sér
ljóst, og því hafa þeir ákveðið að biðjast undan þessum starfa. Haustið
1743 rituðu þeir báðir bréf til amtmanns og báru fram afsakanir fyrir að-
gerðarleysi þeirra í málinu. Bæði þessi bréf virðast nú vera glötuð, en af
svörum amtmanns virðist mega ráða ýmislegt um efni þeirra.