Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 83
múlaþing
81
Sigurður hefur í fyrsta lagi borið fyrir sig veikindi og í annan stað, að
hann hefði ekki ennþá fengið tíu ríkisdali, sem honum höfðu verið ætl-
aðir í málskostnað. Er það augsýnilegur fyrirsláttur af hans hálfu. I svari
Lafrentz frá 12. desember s.á. undrast hann yfir, að Sigurður skuli ekki
enn hafa fengið þessa tíu ríkisdali, sem Sigurður Eyjólfsson hafi átt að
afhenda honum á alþingi árið 1743, en kveðst nú ætla að afhenda hon-
um þessa upphæð úr eigin vasa. Þar sem Sigurður hafi nú ekkert sér til
afsökunar lengur, sé hann alvarlega minntur á að hlýðnast skipunum
hans. Ef marka má þessi ummæli, virðist amtmaður hafa verið mjög
sannfærður um sakleysi Sunnefu, en sekt Wíums í málinu. Sennilega
hefur hann álitið málið ekki vera komið í örugga höfn með þessu, enda
hafði Sigurður borið við veikindum og því vart treystandi einum til að
framkvæma þetta verk. Sama dag gekk hann því frá skipun til Brynjólfs
Gíslasonar lögréttumanns um að vera til vara (forrette... Vices), ef Sig-
urður Stefánsson skyldi ekki geta framkvæmt rannsókn málsins vegna
sjúkleika.41
Afsakanir Þorsteins Sigurðssonar virðast einnig hafa verið hár aldur og
sjúkleiki, en auk þess hafði hann komið með þá óvenjulegu og djörfu
uppástungu í málinu, að þeir Ámi Þórðarson, tengdafaðir Wíums, og
Björn Ingimundarson lögréttumaður, sem var bróðir mágs Hans Wíums,
yrðu skipaðir setudómarar í málinu í sinn stað.42 Hver tilgangur Þor-
steins með þessari undarlegu uppástungu hefur verið, er erfitt að segja,
en varla hefur hann þó gert það í þeim tilgangi að storka amtmanni, eins
og beinast lægi við að álykta. Er því líklegast, að hann hafi álitið, að út-
nefning þessara tveggja venzlamanna Wíums gæti helzt orðið til þess að
upplýsa sannleikann í málinu. Hins vegar bendir hún ótvírætt til þess,
að Þorsteinn hafi ekki talið ástæðu til að sakfella Wíum í því, því að
annars hefði slfk uppástunga verið algjörlega út í hött. Hvað sem því
líður, hefur amtmanni að vonum þótt þetta nokkuð djörf tillaga, og í
svari hans frá 12. desember 1743 kveðst hann vart fá trúað því, að hann,
gamall þjónn konungs, skuli ekki einasta vera með undanbrögð við að
framkvæma það, sem honum sé fyrirskipað í embættis nafni, heldur
leyfi hann sér einnig að gerast svo fífldjarfur að koma með slíka uppá-
stungu, og bætir síðan við: “det er Under, at j icke haver foreslaaet
Wium selv”. Og þar sem honum virðist Þorsteinn gera sér lítið far um
að halda dómaraeið sinn, kveðst hann vera tilneyddur að setja honum
nýja skipun, sem honum beri skilyrðislaust að fara eftir, vilji hann ekki
verða settur frá embætti vegna óhlýðni sinnar.43