Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 85
múlaþing
83
og Underskrivelse i Protocollen, om Sysselmand Hans Wiums Forhold paa
Herretstinget... om der nogen Tvang imod nogen er bleven övet...”49
Segja má, að með þessu bréfi tæki málið alveg nýja stefnu, því að nú
var það ekki lengur bamsfaðemisákæra Sunnefu, sem skyldi leggja á-
herzluna á að rannsaka, heldur embættisglöp Wíums í sambandi við
meðferð hans á málinu. Það var fyrst nú eftir rúmt ár, að farin var að
vakna einhver gmnsemd um það, að ekki hefði allt verið með felldu
með héraðsdóm Wíums, enda þótt Magnús segði það ekki berum orð-
um. Er þetta í fyrsta skipti, sem því virðist hreyft opinberlega, og er lík-
legast, að þær upplýsingar hafi verið komnar frá Þorsteini sýslumanni
eða þá Pétri syni hans, þar sem kunnugt er, að þeir Magnús höfðu þá
þegar bundizt vináttuböndum.50
Vorið 1745 (15. maí) ritaði Ochsen stiftamtmaður bréf til amtmanns-
ins, sem þá var orðinn Kristján Pingel liðsforingi. Hann þótti þó aldrei
vel hæfur til að gegna þessu embætti, enda varð hann oft að leita að-
stoðar hjá Magnúsi lögmanni, sem síðar tók við því að fullu.51 I bréfinu
minntist Ochsen á uppástungu lögmanns frá árinu áður, en taldi þó
skynsamlegra að skipa Pétur setudómara í málinu í stað Þorsteins, sem
nú hefði sótt um það til stjómarinnar, að Pétur yrði settur honum til að-
stoðar í embættinu. Hann segir að lokum, að málið þurfi því nákvæmari
rannsókn, sem Wíum hafi: “ved sin Adferd, og sit selv somme Forhold
under Processen,” gefið tilefni til þess.52 Pingel hefur samt verið á
annarri skoðun en stiftamtmaður um það, hvert hlutverk Péturs ætti að
vera í málinu, því að á alþingi árið 1745 (21. júlí) gaf hann út skipun til
Péturs um að vera sækjandi í því. Var honum sérstaklega falið að rann-
saka tvö atriði viðvíkjandi meðdómsmönnum Wíums á Bessastaðaþingi
vorið 1742. I fyrsta lagi, hvort þeir Sigurður Brynjólfsson og Jón Jóns-
son, sem væm undirskrifaðir í dómsútdrætti Wíums, hefðu verið við-
staddir réttinn. I öðru lagi að yfirheyra þriðja meðdómsmann Wíums,
Omólf Magnússon, með tilliti til þess, að hann hefði verið dæmdur fyrir
þjófnað. Hins vegar skyldi Þorsteinn Sigurðsson vera áfram setudómari
1 málinu.53 Skömmu síðar (7. ágúst) ritaði Pingel stiftamtmanni og til-
kynnti honum ákvörðun sína að skipa Pétur sækjanda, en Þorstein föður
hans áfram dómara í málinu.54
Um svipað leyti (27. ágúst) ritaði Magnús lögmaður einnig bréf til
stiftamtmanns um sama efni. Sagði hann, að Pingel hefði nú falið Pétri
að rannsaka réttargang Wíums í héraði, þar sem sagt sé, að hann hafi
ekki einasta notazt við sex meðdómsmenn, þótt átta hefðu verið skrif-