Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 91
MÚLAÞING
89
Wíums. Þá var honum og ætlað að fara með lögsögu í Múlasýslu, á
meðan á brottvikningu Wíums stæði, eftir samkomulagi við Jón Sig-
urðsson.72 Skömmu síðar náðist samkomulag á milli þeirra um jafna
skiptingu þingstaðanna, þannig að Pétur hafði lögsögu í sjö nyrztu þing-
hám miðhlutans, en Jón í átta þeim syðstu.71 Sumarið 1751 voru syst-
kinin flutt austur á Hérað eftir skipun amtmanns. Hafði Jón þá verið í
varðhaldi Sigurðar Stefánssonar í átta ár samfellt, en var nú tekinn í
gæzlu Péturs á Ketilsstöðum. Ekki er fullljóst, hvort Sunnefa var þá enn
þá í varðhaldi hjá Jóni Hjaltalín, en telja verður það líklegt. Hún var nú
flutt þaðan og komið fyrir á Víðivöllum hjá Þorsteini, föður Péturs. Eru
þau sögð til heimilis á fyrrgreindum stöðum árið 1754, er þeim var birt
stefnan um að koma til þings á Einarsstöðum.74 Hefur sennilega þótt ör-
uggara að hafa þau sitt í hvoru lagi, svo að ekki hlytust fleiri óhöpp af
samvistum þeirra.
Hinir nýskipuðu nefndardómarar í málinu fyrirskipuðu nú Pétri sem
sækjanda málsins að stefna fyrir rétt Jóns Sigurðssonar setudómara öll-
um vitnum, sem kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar í því, þar á
meðal öllum þálifandi meðdómsmönnum Wíums að héraðsdómi hans
vorið 1742. Hinn 15. september gaf Pétur út fjórar stefnur til allmargra
aðilja, karla og kvenna, og stefndi þeim fyrir rétt Jóns Sigurðssonar,
sem haldinn yrði á Egilsstöðum á Völlum 26. október s.á. Atriðin, sem
vitni áttu að upplýsa, voru í megindráttum sem hér segir: 1. Fimm
manns skyldu bera vitni um, hvemig umgengni og samskiptum Wíums
við Sunnefu hefði verið háttað á heimilinu, áður en hún fæddi síðara
bam sitt, einkanlega hvort þau hefðu orðið vör við það, að Wíum hefði
haft slíka umgengni í frammi við hana, að leitt hefði til “holdlegs saur-
lifnaðar”. 2. Önnur fimm áttu að vitna um, hvað farið hefði fram fyrir
réttinum á Bessastaðaþingi 30. júní 1742, hvaða spumingar hefðu verið
lagðar fyrir sakbomingana og hver svör þeirra hefðu verið við þeim,
enda voru þeir allir undirskrifaðir í dómsútdrætti Wíums. Enn fremur
áttu þeir að upplýsa, hvaða aðrir þingmenn hefðu þjónað réttinum sem
meðdómsmenn og þingvitni. 3. Tveimur mönnum var boðið að vitna
um, hvern Sunnefa hefði lýst föður bams hennar, fyrst eftir fæðingu
þess og við skímina árið 1741. Annar þessara manna var sóknarprestur-
inn, séra Stefán Pálsson, sá sem skírði bamið. 4. I síðasta lagi var
tveimur mönnum stefnt til að skýra frá því, hvað fram hefði farið við yf-
irheyrslu Wíums yfir Sunnefu í baðstofunni á Egilsstöðum vorið 1742.
Þá var og öllum fyrrgreindum vitnum stefnt til þess að skýra frá því
hver “bygðar rómur” hefði verið um þessa bameign Sunnefu. Einnig