Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 92
90
MÚLAÞING
stefndi Hans Wíum fyrir þennan sama rétt fimm mönnum og að auki
Pétri Þorsteinssyni, og áttu þeir að gefa upplýsingar um ýmis atriði
málsins, einkum viðvíkjandi héraðsdómi Wíums.75
Að öllum undirbúningi og stefnubirtingum loknum setti Jón Sigurðs-
son héraðsþing á Egilsstöðum hinn 26. október, og voru þar þá viðstödd
öll þau vitni, sem þangað hafði verið stefnt (að undanteknum Stefáni
Pálssyni), alls 16 talsins, auk þeirra sýslumannanna, Péturs og Wíums,
sem stefnt höfðu hvor öðrum. Einnig voru systkinin bæði leidd fyrir
þennan rétt, svo sem vænta mátti, en ekki sést, að þeim hafi verið stefnt
þangað.
Þinghald þetta stóð yfir í fimm daga eða frá 26. til 30. október. Hófst
það á því, að systkinin voru kölluð fyrir og yfirheyrð. Framburður
Sunnefu var nú að mestu samhljóða því, sem hún bar á alþingi 1743,
enda þótt ýmislegt nýtt kæmi fram, sem ekki var áður upplýst og á ann-
að væri nú ekki minnzt. Hélt hún því sem fyrr fast fram, að Wíum og
enginn annar væri faðir umrædds barns síns, og kvaðst reiðubúin að
leggja eið út á það. Við yfirheyrslu Wíums á Egilsstöðum vorið 1742
taldi hún engin vitni hafa verið viðstödd í upphafi, en hún hefði þá legið
rúmföst (“veik”) í bólusóttinni. Hefði Wíum sagt við hana einslega, að
hann væri kominn til þess að spyrja hana um faðemi bamsins, þar sem
hann hefði heyrt það sagt á “veginum”, að hún hefði “dróttað” því að
sér. Hefði hún þá svarað, að hann vissi það fullvel, að hann væri faðir
þess og enginn annar. Aðspurð, hvort Wíum hefði sýnt henni nokkuð
óttalegt við það tækifæri, sem hefði hindrað hana frá því að segja sann-
leikann, svaraði hún á þessa leið:
“Hann lofaði í orðum að vera mótpartur minn í öllu því hann gæti, stappaði
niður fótunum og barði höndunum í pallinn”.
Aðspurð, hvort hún hefði játað á sig sökinni, eftir að vottamir voru
komnir inn í baðstofuna, svaraði hún: “Eg sagðist ekki geta uppkomist
með sannleikann, og það mundi svo verða að vera”. Að því er hana
minnti, taldi hún Wíum hafa spurt sig þannig á héraðsþinginu á Bessa-
stöðum vorið 1742, hvort hún stæði við þá lýsingu, sem hún hefði gert
fyrir honum í baðstofunni á Egilsstöðum fyrr um vorið, og hefði hún
játað því. Ekki kvaðst hún hafa þorað að lýsa Wíum föður bamsins á
umræddu þingi, af því að hún hefði verið “eins eftir þingið sem fyrir
undir hans valdi”. Spurði þá Wíum hana, í hverju það vald hefði verið
fólgið, en hún svaraði, að það hefði í engu verið fyrir utan það, sem