Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 93
MÚLAÞING
91
hann hefði auðsýnt henni í baðstofunni á Egilsstöðum. Enn spurði
Wíum, hvers vegna hún hefði ekki lýst hann bamsföður sinn strax við
fæðingu þess, þar sem hann hefði þá verið fjarverandi vegna veikinda
allt fram um sumarmál 1742. Því svaraði hún sem fyrr, að það hefði hún
ekki þorað. Er þessi spuming var ítrekuð við hana í lok réttarhaldsins,
gaf hún aftur á móti það svar, að hún hefði álitið, að Wíum myndi hafa
haft einhver önnur úrræði, sjálfum sér til fríunar, en gerði annars ekki
nánari grein fyrir þeim hugsanlegu úrræðum. Sækjandinn (Pétur Þor-
steinsson) spurði Sunnefu, hvort hún hefði ekki verið haldin sem gæzlu-
fangi hjá Wíum bæði fyrir og eftir héraðsþingið, og kvaðst hún ekki
hafa vitað annað en svo hefði verið. Ekki hefði hún þó verið höfð í jám-
um, og það viðurkenndi Wíum, að væri rétt, og bar fyrir sig fólksleysi á
þeim tíma.76
Hans Wíum var nú spurður að því, hvort hann vildi gangast við fað-
emi umrædds barns Sunnefu, en hann þvemeitaði því sem fyrr og
kvaðst auk heldur reiðubúinn að hreinsa sig með eiði af öllum grun. Að-
spurður taldi hann sig ekki vita með vissu, hver væri faðir þess, en taldi
þó lfklegt, að vitnin mundu geta borið einhverjar líkur fyrir því, að það
væri Jón bróðir hennar.
Jón Jónsson (bróðir Sunnefu) kvaðst aftur á móti vilja leggja eið að
því, að hann væri ekki faðir þessa bams systur sinnar, og að flestu öðru
leyti var framburður hans nú nær alveg óbreyttur frá því á alþingi 1743,
meira að segja hagaði hann orðum sínum á næstum alveg sama hátt og
þá. Einnig er svo að sjá sem framburður þeirra systkinanna hafi að ein-
hverju leyti verið samræmdur, t.d. svaraði hann þannig spumingunni
um það, hvers vegna hann hefði ekki neitað ákærunni á Bessastaða-
þingi: “Eg þorði það ekki, þar sýslumaður hafði vald yfir mér, bæði fyr-
ir þingið og eftir”. Ekki taldi hann heldur, að Wíum hefði sýnt honum
nokkuð óttalegt, sem hefði hindrað hann frá því að segja sannleikann.
Um þetta ber þeim alveg saman, en hvorugt þeirra getur þó um, í hverju
þetta vald hafi verið fólgið. Hugsanlegt er, að þau hafi átt við varðhald-
ið, enda þótt orð þeirra verði varla skilin á þann veg. Að þeim hefði get-
að stafað einhver hætta af því að vera í haldi Wíums, jafnvel þótt þau
hefðu ekki látið að vilja hans, virðist líka í hæsta máta ósennilegt.77
Næst voru yfirheyrð þau fimm vitni, sem áttu að upplýsa fyrsta atriðið
í málsrannsókninni, þ.e. umgengni Wíums við Sunnefu veturinn 1740-
41. Hétu þau: Jón Jónsson (á Ekkjufelli), Einar Guðmundsson, Ólöf
Ivarsdóttir, Guðný Jensdóttir og Salný Högnadóttir. Öll kváðust þau
hafa verið til heimilis á Skriðuklaustri árin 1740-41 ásamt Wíum og