Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 97
MÚLAÞING
95
skömmu síðar, en ekki hefði hann vitað, hvort Wíum tók eftir því.
Aldrei hefði hann heyrt á spumingar Wíums til sakbominganna, og eng-
um hefði hann gefið “fullmagt” til þess að sitja réttinn í sinn stað. Sagð-
ist að vísu hafa heyrt Wíum “rigtaðann” við faðemi bamsins, en ekki
muna, hvort það var fyrir eða eftir alþing (1743). Annað kom ekki fram
í framburði þessara vitna um embættisglöp Wíums og vanrækslu í sam-
bandi við þinghaldið á Bessastöðum, en sum þeirra kváðust nú muna ó-
ljóst eftir því, sem þar fór fram. Er reyndar ekkert óeðlilegt eftir svo
langan tíma.81 Ekkert verulegt hafði því komið fram Wíum til áfellis af
framburði þessara vitna, ef undan er skilið, að systkinunum hafði ekki
verið stefnt til þingsins, enda höfðu þau lofað að koma þangað óstefnd.
Þá hafði þeim ekki verið skipaður neinn verjandi, og enginn saksóknari
var heldur í málinu. Enginn dómur skal á það lagður hér, hversu alvar-
legs eðlis þessir vankantar á dóminum hafa þótt vera á þeim tíma. Það
er þó a.m.k. staðreynd, að ekki hafði þótt ástæða til þess að hreyfa við
þeim fyrr, þótt liðin væru átta ár, og verjandi systkinanna á alþingi 1743
minntist ekki heldur á þá í vamarræðu sinni. Þarf varla að draga í efa,
að slíks hafa verið fjölmörg dæmi á héraðsþingum, þótt látið væri kyrrt
liggja, enda vafalaust skortur á hæfum mönnum til slíkra starfa.
Að lokum var tekið fyrir að rannsaka, hver bamsfaðemislýsing Sunn-
efu hefði verið í öndverðu, þ.e. fyrst eftir fæðingu bamsins, við skímina
og yfirheyrslu Wíums á Egilsstöðum vorið 1742. Um þetta vitnuðu þeir
Jón Jónsson í Seyðisfirði (um öll atriðin), séra Stefán Pálsson og Pétur
Einarsson. Sagðist Jóni svo frá, að hann hefði verið til heimilis á Egils-
stöðum ásamt Sunnefu árið 1741, þegar bamið fæddist í síðustu viku
fyrir jól. Minntist síðan á allar tilraunir sínar og yfirsetukvennanna til
þess að grafast fyrir um faðemi þess, sem allar hafi reynzt árangurslaus-
ar. Ekki kvaðst hann minnast þess, að Sunnefa gæti um það á þeim
tíma, að hún óttaðist nokkuð Wíum eða þá, að hann hefði gefið henni
“ótta efni”, eins og hann orðaði það. Þeir Pétur Einarsson játuðu báðir
að hafa verið viðstaddir, þegar Wíum yfirheyrði Sunnefu um faðemi
bamsins í baðstofunni á Egilsstöðum nálægt sumarmálum vorið 1742.
Sagði Jón, að Wíum hefði gengið inn í bæinn á undan sér og verið þar
skamma stund, áður en hann kom inn, en þá hafi Wíum verið að “horfa
í Jónspostillu”. Pétur sagðist aftur á móti ekki vita til þess, að Wíum
hefði talað einslega við Sunnefu í upphafi, en er hann kom inn, hafi þeir
Wíum og Jón Jónsson verið í baðstofu og hafi sýslumaður þá ekkert
verið að ræða við hana. Báðir kváðust þeir hafa heyrt það, er Wíum
spurði hana um, hver væri faðir bamsins. Hefði hún þagað í fyrstu og