Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 98
96
MULAÞING
Wíum þá endurtekið spuminguna og spurt hana beinlínis, hvort Jón
bróðir hennar væri ekki faðir þess. Hefði þá Sunnefa svarað: “Það verð-
ur svo að vera”. Bar þeim nákvæmlega saman um þetta, svo í engu
munaði. Ekki töldu þeir hana hafa kvartað yfir því, að hún kæmist ekki
upp með sannleikann í þessu efni, enda hefði hún ekki rætt fleira um
bamsfaðemið við það tækifæri. Þá upplýstu þeir einnig, að þriðji mað-
urinn hefði verið viðstaddur yfirheyrsluna, Bárður nokkur Hinriksson,
en hann væri nú látinn. Þeir sögðu, að framburður Sunnefu hefði verið
skrifaður niður og þeir allir skrifað nöfn sín undir skjalið. Hvorugur
kvaðst hafa heyrt á það minnzt, að Wíum væri eignað þetta bam. Spurði
nú Wíum þá, hvort þeir hefðu ekki skilið svar Sunnefu, “það verður svo
að vera”, sem beina játningu á brotinu, en sprottið af blygðun. Játuðu
þeir því báðir. Pétur kvaðst hafa skilið það þannig, “að henni mundi of-
bjóða að því sinni frekara bróður sinn að lýsa”.
Eins og áður er getið, var séra Stefán Pálsson ekki sjálfur viðstaddur
réttarhöldin, en sendi í þess stað skriflegan vitnisburð, sem lesinn var
upp í réttinum. Hefur efni hans að nokkru verið getið áður. Enga vit-
neskju kvaðst hann hafa fengið um faðemi bams Sunnefu, eftir að hann
skírði það, hvorki hjá henni né öðmm fyrir utan það, sem alkunnugt sé
af síðari játningum hennar. Ekki kvaðst hann heldur minnast þess, að
nokkur maður áliti Wíum vera föður þess, áður en fréttir bárust frá al-
þingi 1743, en sagðist þó ekki muna betur en að fólk “gengi í tvenna
flokka um þess faðemi”. Ekki útskýrði hann það þó frekar.
Næst voru yfirheyrðir þeir Grímur Bessason á Ási og Bjami Einars-
son í Berufirði, en þeim hafði Wíum stefnt til þingsins til þess að vitna
um, hvað fram hefði farið á Bessastaðaþingi, einkum þátttöku með-
dómsmannanna í réttinum, undirskrift þeirra og annað það, sem þar fór
fram. Grímur, sem var svili og góðkunningi Wíums, hafði og verið
skrifari hans á þinginu. Taldi Grímur, að ekki hefði sér skilizt betur en
Wíum spyrði systkinin fyrir réttinum “directe”, hvort þau væru ekki for-
eldrar bamsins og að þau hefðu játað því skilyrðislaust. Einnig upplýsti
hann, að Jón á Eyvindará hefði verið nefndur til þjónustu réttarins og
verið við hann nokkum tíma, en hversu lengi kvaðst hann ekki muna.
Alla vega hefði hann þó farið frá honum, áður en málið var til lykta leitt
og ekki komið aftur, fyrr en þingið var afstaðið. Hann taldi sig hafa
staðið í þeirri trú, að Wíum hefði ekki tekið eftir þessu, og þar sem Jón
hafi verið góður kunningi, hefði hann skrifað nafn hans undir dóminn,
til þess að fjarvera hans frá réttinum skyldi ekki koma honum til óþæg-
inda. Síðar hafi hann fengið það skriflegt hjá Jóni, að hann léti sér þetta