Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 99
MÚLAÞING
97
vel lynda með því skilyrði, að hann (c: Grímur) vildi staðfesta dóminn
með eiði sínum, ef þörf krefðist. Enn sagði Grímur, að Wíum hefði beð-
ið sig sem skrifara réttarins að sjá til þess, að þingvitnin skrifuðu nöfn
sín undir dóminn. Það er eftirtektarvert, að þeim Grími og Jóni á Ey-
vindará ber alveg saman, og ætti því að vera nokkum veginn augljóst,
hvemig þátttöku Jóns í réttinum hafi verið háttað. Að síðustu kom fyrir
réttinn Bjami Einarsson. Viðurkenndi hann að hafa verið á Bessastöð-
um allan þann dag, sem þingið var haldið, allt þar til réttinum var slitið.
Wíum spurði hann, hver skrifað hefði nafn Sigurðar Brynjólfssonar
undir í þingbók sína. Játaði Bjami að hafa gert það og sagði, að sig
minnti, að Wíum hefði sagt við sig úti á hlaðinu: “Farðu út (c: þinghús)
og hjálpaðu til að skrifa undir protocollen”. Kvaðst hann hafa skilið það
þannig, að öll hin “tilnefndu þingvitni” gætu ekki skrifað nöfn sín sjálf
undir dóminn, og ætti hann að skrifa fyrir þá, sem ekki væm færir um
það. Að öðru leyti virðist Bjami ekki hafa tekið neinn þátt í störfum
þingsins.82
Þótt undarlegt megi virðast, hafði Sigurði Brynjólfssyni ekki verið
stefnt til þessa þings, og þar með hafði hann einn meðdómsmanna
Wíums verið undanþeginn þeirri skyldu að mæta fyrir rétti á Egilsstöð-
um. Það kom þó síðar fram, að Pétur Þorsteinsson hafði ætlað Wíum að
stefna honum fyrir rétt (austur), þótt það virðist annars lítt skiljanlegt,
að Wíum hafi borið nokkur skylda til þess.83 Hins vegar var lagt fram í
réttinum á Egilsstöðum þingvitnið, sem Bjami Nikulásson hafði tekið af
Sigurði árið 1749. Stóð í miklu þrefi á milli þeirra Wíums og Péturs um
það, hvort það skyldi tekið gilt, en að lokum úrskurðaði dómarinn (Jón
Sigurðsson), að löglegt próf skyldi tekið í héraði, áður en málið kæmi
fyrir “commissions” réttinn.84
Var nú vitnaleiðslum lokið og systkinin kölluð fyrir að nýju og gaum-
gæfilega yfirheyrð. Var Sunnefa m.a. spurð að því, hvort Wíum hefði
rætt nokkuð um þetta mál við hana, áður en hún fæddi bamið, og svar-
aði hún því neitandi. Bæði kváðust standa við það, sem þau hefðu áður
sagt á þessu þingi, og Wíum hélt sig einnig við óbreyttan fyrri fram-
burð. Síðan var þingi slitið 30. október.85
Ekki er því að leyna, að þetta langa þinghald virðist hafa borið harla
lítinn árangur til upplýsingar í málinu. Hvað viðvíkur ákæruatriðum á
hendur Wíum, má segja, að í framburði vitnanna kæmu fram heldur
veigalítil rök fyrir því, að hann væri sekur af ákæra Sunnefu eða þá að
yfirheyrslunum yfir systkinunum og héraðsdóminum í máli þeirra hefði
verið verulega áfátt. Að vísu höfðu komið í ljós ýmsir vankantar á með-