Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 100
98
MÚLAÞING
ferð hans á málinu, þó engir þeir sem talizt gátu mjög alvarlegs eðlis. í
stuttu máli sagt voru þeir aðallega þessir: 1. Gæzla sakbominganna
hafði engan veginn verið í samræmi við gildandi lög, er þau vora í haldi
Wíums. 2. Wíum virðist hafa beitt Sunnefu of mikilli hörku, er hann yf-
irheyrði hana í baðstofunni á Egilsstöðum vorið 1742. Þeim hafði ekki
verið settur verjandi fyrir réttinum á Bessastaðaþingi vorið 1742 og
heldur enginn saksóknari skipaður í málinu. Þeim hafði og ekki verið
stefnt til þingsins. 4. Bjami Einarsson, sem ekki sat réttinn, hafði skrif-
að nafn Sigurðar Brynjólfssonar undir dóminn, að líkindum samkvæmt
bón Wíums, þótt ósannað væri, að Sigurður hefði setið réttinn. Ýmsir
fleiri ágallar reyndust að vísu hafa verið á þinghaldinu, þótt ekki yrðu
fundnir Wíum til foráttu. Jón á Eyvindará reyndist t.d. ekki hafa setið
réttinn til loka, en hafði engu að síður gefið samþykki sitt til þess, að
nafn hans væri skrifað undir dóminn. Auk þess urðu ekki færðar sönnur
á, að Wíum hefði neitt vitað um þá yfirsjón hans. Flest annað í fram-
burði vitnanna var Wíum í vil. I bamsfaðemissökinni kom ekkert fram,
sem benti til sektar hans, þvert á móti hið gagnstæða. Hins vegar reynd-
ust líkurnar gegn Jóni afarsterkar. Enda þótt það sé e.t.v. varasamt að
treysta um of á framburð allra þessara vitna, t.d. þeirra, sem voru skyld-
menni Wíums, hlýtur það að reynast þungt á metunum, að framburður
prestanna tveggja, Magnúsar og Stefáns, var Wíum mjög í vil. Verða
þeir varla granaðir um græzku. Því er að vísu ekki að leyna, að flestöll
vitnin virðast öllu hallari undir Wíum, og fer það oft ekki leynt, hvorum
málsaðiljanum þau virðast hlynntari. Þrátt fyrir það er varla ástæða til
þess að efast um, að framburður þeirra hafi verið nokkurn veginn sann-
leikanum samkvæmur, enda var hann yfirleitt samhljóða og ekki ósann-
færandi.
Þrátt fyrir það, að vitnaleiðslum væri nú lokið og málið skyldi sam-
kvæmt skipun konungs dæmt af nefndardóminum innan eins árs, liðu
þó enn mörg ár, áður en af því yrði. Samkvæmt úrskurði Jóns Sigurðs-
sonar á Egilsstaðaþingi átti að taka löglegt próf í héraði um framburð
Sigurðar Brynjólfssonar, áður en nefndardómaramir fjölluðu um málið,
og mun þetta hafa orðið til þess að fresta því a.m.k. fyrst í stað, þar sem
sú yfirheyrsla dróst allt til ársins 1753. Enda þótt Jón á Eyvindará og
Örnólfur hefðu vart reynzt fullgildir aðiljar að dómi Wíums, hafði þó
hvorugur þeirra reynt að færa honum það til áfellis, en því virðist hafa
verið öfugt farið með Sigurð Brynjólfsson. Honum virðist hafa verið
fremur í nöp við Wíum, eins og síðar kom fram. Má vera, að sækjendur
málsins hafi lofað honum einhverju fyrir andstöðu sína við Wíum, og