Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 101
MÚLAÞING
99
skilst þá e.t.v. betur, hvers vegna honum var ekki stefnt fyrir réttinn á
Egilsstöðum og hann þar með undanskilinn þeirri kvöð að þurfa að
koma fyrir rétt utan síns vamaþings. Ef til vill hafa þeir ætlað að nota
hann sem hið síðasta hálmstrá, sem grípa mætti til, ef lítið ámælisvert
kæmi fram gegn Wíum við yfirheyrslur hinna vitnanna. Ur því verður
ekki skorið, enda þótt ýmislegt bendi til þess, að svo hafi verið, því að
nú hófst einmitt undarlegasti þáttur þessa sakamáls, en það voru allar
þær bréfaskriftir og vitnaleiðslur, sem spruttu út af vitnisburði Sigurðar.
Skal reynt að rekja þá sögu hér í sem stytztu máli.
Hinn 7. febrúar 1752 gaf Pingel út skipun til sýslumannsins í vestari
hluta Skaftafellssýslu, Bjarna Nikulássonar, um að halda “Extra ordinair
Ting”, þar sem Þorsteinn lögsagnari hans eigi samkvæmt skipun Péturs
Þorsteinssonar að yfirheyra Sigurð og láta hann vinna eið að framburði
sínum á Kleifarþingi árið 1749. Pingel lagði ríka áherzlu á, að ef Wíum
skyldi stefna Sigurði fyrir annan rétt, skyldu þeir sjá um að setja honum
talsmann, sem væri “aarvaagen” hans vegna. Bendir þetta til þess, að
amtmaður hafi talið vafasamt, að Sigurður reyndist ákveðinn í fram-
burði sínum, ef Wíum yfirheyrði hann í einrúmi. Að líkindum hefur
þetta verið síðasta embættisverk Pingels í málinu, þar sem honum var
veitt lausn frá embætti (í náð) skömmu síðar, en í hans stað var skipaður
amtmaður, Magnús Gíslason. Við embætti Magnúsar tók hins vegar
Bjöm Markússon, annar dómnefndarmannanna.86 Við þessi mannaskipti
jókst þeim, sem hraða vildu gangi málsins, mjög ásmegin, en Magnús
lögmaður var þar einmitt í broddi fylkingar. - f krafti skipunar Pingels
gaf Pétur Þorsteinsson út stefnu (27. maí) til Sigurðar um að koma til
Kleifarþingstaðar 7. ágúst s.á., svo hægt væri að yfirheyra hann um
framburð hans í Mörk hinn 8. ágúst 1749. Einnig stefndi hann Wíum til
sama staðar til þess að hlýða á framburð Sigurðar, en Wíum mótmælti
þeirri stefnu um hæl, enda taldi hann, að Pétri hefði borið skylda til að
stefna Sigurði austur sem öðrum vitnum í málinu. Einkanlega kvað
hann sig þó mótfallinn því, að tekinn væri eiður af Sigurði um þátttöku
hans á héraðsþinginu, áður en þeir menn aðrir, sem þjónað hafi réttinum
í umrætt skipti, svo sem Grímur Bessason og Bjarni Einarsson, hefðu
verið yfirheyrðir. Taldi hann, að þeim væri öllum vel kunnugt um það,
að yfirlýsing Sigurðar hefði verið ósönn, og hann þar með yfirlýstur
lygari. Ekki hefur þótt fært að ganga með öllu fram hjá andstöðu
Wíums, því að á þeim tiltekna degi, sem yfirheyra átti Sigurð (7. ágúst),
gaf Bjami Nikulásson út skipun þess efnis, að vegna mótmæla Wíums,
skyldi yfirheyrslunni frestað um eitt ár, eða til 19. maí 1753. Innan þess